Fréttablaðið - 10.12.2010, Síða 52
12 föstudagur 10. desember
Jólin nálgast óðfluga og
eru flestir farnir að huga
að jólagjöfum fyrir ást-
vinina. Fólk getur þó
verið misfrjótt þegar
kemur að því að finna
hina fullkomnu gjöf
fyrir vini og vandamenn.
Föstudagur ákvað að fara
á stúfana og leita uppi
nokkrar skemmtilegar
jólagjafahugmyndir.
Leitið ekki langt yfir skammt að fallegum jólagjöfum:
JÓLAGJÖFIN
ÞÍN Í ÁR 54
UNDIR 3.000 KRÓNUM 1. Kertastjaki úr Tekk Company, 1.800 kr. Krúttlegur kertastjaki
í gervi uglu lýsir upp desembermyrkrið. 2. Sokkar úr Cobra, 1.890 kr. Hlýir hnésokkar eru
góðir í jólapakkann. 3. Eyrnalokkar úr Topshop, 2.990 kr. Flottir kögureyrnalokkar passa
við nánast allt. 4. Undrakrem úr Mýrinni, 2.700 kr. Græðandi krem sem má nota við þurrki
á vörum, höndum og þurri húð. 5. Bókamerki úr Mýrinni, 1.500 kr. Nú týnist fólk ekki í jóla-
bókinni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
2
1
1
2
3
4
5
UNDIR 5.000 KRÓNUM 1. Loð um hálsinn úr Spúútnik, 4.900 kr. Fallegt háls-
skraut sem getur flikkað upp á gamla jakka. 2. Kaffibrúsi úr Tekk Company, 4.900
kr. Retrólegur kaffibrúsi sem hægt er að kippa með í skíðaferðir. 3. Kertastjaki úr
Mýrinni, 4.900 kr. Gamall kaffibolli hefur fengið nýtt hlutverk sem kertastjaki. 4.
Bolur úr Topshop, 4.490 kr. Brúnir litir hafa verið vinsælir í vetur. 5. Hálsmen úr
Spúútnik, 4.900 kr. Stór hálsmen eru nauðsynleg í vetur. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
3
1
2
3
4
5
UNDIR 10.000 KRÓNUM 1. Perludýr
úr Aurum, 6.500 kr. Skemmtilegt og suð-
rænt perludýr til að skreyta heimilið með.
2. Teketill úr Casa, 9.500 kr. Skemmti-
legur teketill fyrir þær sem njóta þess
að sötra heita drykki á köldum vetr-
arkvöldum. 3. Hanskar úr Geysi,
6.900 kr. Hlýir hanskar eru ávallt
velkomin jólagjöf. 4. Trefill
úr Geysi, 9.400 kr. Ótrúlega
fallegur trefill sem passar við
allt. 5. Dekurlína úr Aveda-
versluninni, 9.400 kr. Lúxus hár-
vörur frá Aveda er draumur
hverrar prinsessu. Falleg hand-
unnin hárteygja fylgir með.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Dömulegt fyrir dömuna
Kynning