Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 54

Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 54
14 föstudagur 10. desember Þessa dagana eru búðir fullar af alls konar fal- legum munum úr smiðju íslenskra hönnuða sem vinna með sköpunargleðina að vopni. Föstudag- ur leitaði til sex vöruhönnuða og bað þá um að velja sér sinn uppáhaldshlut úr sinni eigin línu. Uppáhaldshlutir íslenskra vöruhönnuða FALLEGIR MUNIR Nafn: Stefán Pétur Sólveigarson Aldur: 33 ára Menntun: BA í vöruhönnun frá LHÍ. Hversu lengi hefur þú verið starfandi hönnuður: Fjögur ár. Af hverju varð þessi hlutur fyrir valinu? Hann er svo fínn og fallega grænn, Bóndinn minn. Heill heimur í kassa. Hefðbundinn spilastokkur, uppskriftabók, skemmtilegar teikningar og leikur. Á hjörtunum eru hollar uppskriftir, spari á tígl- um, íslenskar sveitauppskriftir á spöðum og fjölskyldu- og krakkavænar á laufum. Frábær gjöf fyrir þá sem finnst gaman að spila, leika sér og elda góðan mat. Áttu tómat? Nafn: Ingibjörg Hanna Bjarnadóttir Aldur: 33 ára Menntun: Grafískur hönnuður frá Listaháskóla Íslands Hversu lengi hefur þú verið starfandi hönnuður? 10 ár Afhverju var þessi hlutur fyrir valinu? Krummi herðatré hefur flogið út um allan heim og sýnt á hönnunarsýningum í Lond- on, Moskvu, Tallinn, Tokyo, Shanghai og Kaupmannahöfn. Hann hefur tekið þátt í listasýningu í París, óperu í London og tískuvik- unni í París. Diesel í London notaði hann í uppstillingum í versl- unum sínum og BNG í Istanbul sömuleiðis. Hann er til sölu í 11 löndum og hefur fengið ótrúlega mikla umfjöllun í alþjóðlegum hönnunar- og tísku- og dagblöðum eins og Elle Decoration, Gla- mour, Icon, Sunday Times o.fl. Nafn: Vík Prjónsdóttir = Brynhildur Pálsdóttir, Guðfinna Mjöll Magnúsdóttir og Þuríður Rós Sigurþórsdóttir Aldur: Vík Prjónsdóttir er fimm ára. Menntun: Vöruhönnun, fatahönnun, myndlist. Hversu lengi hafið þið verið starfandi hönnuðir? Hönnuðir Víkur Prjónsdótt- ur hafa útskrifast sem hönnuðir á mismunandi tímum, en hafa allir starfað sem hönnuðir eftir útskrift. Brynhildur og Guðfinna Mjöll útskrifuðust sem vöruhönn- uðir frá Listaháskóla Íslands 2004 og Þuríður sem fatahönnuður frá Central Saint Martins 2000 en auk þess lauk hún MA í myndlist frá School of Visual Art í New York 2008. Af hverju varð þessi hlutur fyrir valinu? Vík Prjónsdóttir er um þessar mundir að kynna trefla. Fyrstu treflarnir í þeirri línu eru Verndarhendur Dularhjúpsins og á næstu vikum munu svo fleiri treflar bætast við. Nafn: Þórunn Hannesdóttir Aldur: 27 ára Menntun: Vöruhönnuður - BA gráða frá Central St. Martins College of Art and Design. Hversu lengi hefur þú verið starfandi hönnuður? Ég útskrifaðist frá St. Martins í London í byrjun ársins 2008 og hef unnið sem vöruhönnuður síðan ég útskrifaðist. Af hverju varð þessi hlutur fyrir valinu? Það er erfitt að velja á milli enda eru vörurnar eins og börnin manns, svo mikil vinna og ást hafa farið í hvern einasta hlut.Ég valdi I RVK piparkökumótin vegna þess að við vorum að koma með þau á markaðinn fyrir nokkru svo þetta er nokkurs konar nýburi, en þetta var líka afskaplega skemmtilegt samstarf á milli mín og Herborgar Ingvars- dóttur arkitekts en hún vinnur með mér í FærID. Nafn: Sruli Recht Aldur: 31 1/2 árs Menntun: BA í fatahönnun og BA í hönnun. Hversu lengi hefur þú verið starfandi hönnuður? Byrjaði fyrst að vinna með hönnun árið 1997. Af hverju varð þessi hlutur fyrir valinu? The Ísbjörn er sá hlutur sem ég nota mest af öllum þeim hlutum sem ég hef búið til. Hann spilar stórt hlutverk í mínum hversdegi. Nafn: Guðrún Valdimarsdóttir Aldur: 29 ára Menntun: BA í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands. Hversu lengi hefur þú verið starfandi hönnuður? í tæplega tvö ár. Af hverju var þessi hlutur fyrir valinu? Ætli það sé ekki vegna þess að maður er alltaf með hugann við nýjustu vöruna sína Nafn: Alda Halldórsdóttir Aldur: 27 ára Menntun: Vöruhönnuður. Hversu lengi hefur þú verið starfandi hönnuður? Ég hef verið að vinna í mismunandi verkefnum frá því ég útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2008. Af hverju varð þessi hlutur fyrir valinu? Hellur er vara sem ég hannaði ásamt Guðrúnu Valdimarsdóttur fyrir Glerverk- smiðjuna Samverk. Hún samanstendur af sex glerplöttum í mismunandi litum sem maður getur notað sem glasabakka, diska undir kökur eða sushi eða hvað sem manni dettur í hug. Það sem mér finnst skemmtilegast við þessa vöru er að maður getur alltaf fundið plöttunum nýtt hlutverk. FORSÍÐA VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. MEIRI GLAMÚR Deildu Vísi með öðrum. Þeir sem setja „like“ við Vísi á Facebook geta unnið óvænta vinninga í hverri viku. m.visir.is Fáðu Vísi í símannog iPad!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.