Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 57

Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 57
FÖSTUDAGUR 10. desember 2010 5 Hin árlega jólaskemmtun Kram- hússins verður haldin í Íslensku óperunni á morgun. Nemendur Kramhússins stíga á svið annað kvöld í Íslensku óper- unni og bjóða upp á alþjóðleg- an menningarkokkteil undir for- merkjum dansins. Þetta er í 27. skiptið sem jólaskemmtun húss- ins er haldin og lofar Þórunn Ásdís Óskarsdóttir verkefnastjóri Kramhússins, fjölbreyttri sýningu þar sem mikið er í lagt. „Þetta er tveggja tíma prógram með vel hressu yfirbragði og óvænt- um innkomum þar sem leynd- ir hæfileikar úr íslenskum veru- leika verða afhjúpaðir af hinum íslensku hversdagsstjörnum.“ Boðið verður upp á afródans, nútímadans, tangó, breikdans, bollywood, magadans, hiphop, balkan, bellybolly; leikfimishóp- urinn „fimmfimmtán“ verður með beitt atriði og Morgunmeyjarnar svokölluðu verða með sitt óvænta atriði. Kynnir í ár er Kolbrún Hall- dórsdóttir, en verkefnið ætti ekki að vefjast fyrir henni þar sem hún hefur haldið um stjórnartaumana á jólaskemmtuninni öll hin 26 árin sem hún hefur verið haldin. „Að sumu leyti er þetta mjög hefð- bundið en að öðru leyti er alltaf eitthvað nýtt og ferskt. Við erum mjög metnaðarfull en blessunar- lega laus við alla fullkomnunar- áráttu. Þetta er eiginlega svona skemmtilega hressandi á aðvent- unni, en um leið slakandi.“ Jólagleði Kramhússins hefst í Óperunni á morgun klukkan 20. Miðaverð er 1.800 krónur fyrir fullorðna, en 1.000 krónur fyrir 12 og yngri. tryggvi@frettabladid.is Dansandi jólagleði Þórunn Ásdís Óskarsdóttir segir jólaskemmtun Kramhússins árvissan viðburð hjá mörgum. FRETTABLADID/VALLI „Við vonum að fólk gefi sér tíma til að mæta á blokkflautupopp- djass með þjóðlagablæ, svona rétt fyrir jólin,“ segir Gísli Helgason tónlistarmaður með meiru. Hann er forsprakkinn í Föruneyti G.H., skemmtibandi sem stofnað var fyrr á þessu ári og efnir til tón- leika í félagsheimilinu Miðgarði í Garði á morgun sem hefjast klukk- an 16. Þeir falla inn í listahátíðina Ferskir vindar í Garði sem sett verður í dag. Hún byggist meðal annars á því að fjölda listafólks, bæði íslensku og erlendu, hefur verið boðið að dvelja og vinna í Garðinum næstu vikurnar. „Markmiðið er að auðga and- ann, segir Ásmundur Friðriksson bæjarstjóri. „Listaveislan dreifir ávöxtum sínum til samfélagsins alls og vonandi njóta hennar sem flestir,“ Ásmundur segir listafólkið koma úr mörgum greinum og nefn- ir hönnuði, tónlistarfólk, dansara, myndlistarfólk, kvikmyndagerð- arfólk, leikara og rithöfunda sem dæmi um það. Forsetafrúin Dorrit Moussaieff er verndari listaveisl- unnar og Mireya Samper listakona er meðal þeirra sem halda utan um verkefnið. Ásmundur bæjarstjóri á rætur að rekja til Vestmannaeyja og það eiga flestir liðsmenn Föruneytis G. H. líka. Þó ekki gítarleikarinn, Ársæll Másson en Gísli Helgason segir hann hafa verið „ættleidd- an“. „Það hefur komið til tals að ættleiða Hilmar Sverrisson líka, hann spilar stundum með okkur, það hefur bara ekki komist í verk,“ segir Gísli glettnislega. „Í bandinu eru ágætis spilar- ar og við höfum gaman af þessu sem við erum að gera,“ segir Gísli og upplýsir að þetta verði fimmtu tónleikar sveitarinnar. Þeir fyrstu hafi verið á þjóðlagahátíðinni Reykjavík Folkfestival í mars, aðrir í Þjóðmenningarhúsinu á menningarnótt í ágúst, þriðju á Kaffi Rósenberg í október og þeir fjórðu og bestu hingað til á Safna- nótt í Eyjum í nóvember. Föruneytið flytur eigin lög ásamt ýmsu öðru efni sem liðs- mönnum þess líkar og hugnast svo sem Bítlalög. Eyjalög eiga að sjálfsögðu til að laumast inn líka, að sögn Gísla. „Í Miðgarði flytj- um við jólalag eftir mig og það er okkar frumflutningur á því en ég lofa ekki að við syngjum það. Þótt við séum miklir söngmenn, að eigin áliti, þá flíkum við því ekki mjög,“ segir hann sposkur. „En við hefjum samt upp raustir okkar í öðrum lögum.“ gun@frettabladid.is Höfum gaman af þessu Skemmtibandið Föruneyti G.H. verður með tónleika í Miðgarði í Garði á Reykjanesi á morgun. Tónleikarnir eru liður í alþjóðlegri listahátíð sem hefst í dag og nefnist Ferskir vindar í Garði. Skemmtisveitin Förunautar G. H.: Þórólfur Guðnason, Hafsteinn Guðfinnsson, Árni Áskelsson, Ársæll Másson, Hilmar Sverrisson og Gísli Helgason. MYND/ÚR EINKASAFNI „Það hefur komið til tals að ættleiða Hilmar Sverrisson líka, hann spilar stundum með okkur, það hefur bara ekki komist í verk.“ EasyTone skórnir frá Reebok eru sér- hannaðir til þess að skapa örlítinn óstöðugleika og mýkt í hverju skrefi sem veldur auknu álagi á vöðva í rassi, lærum og kálfum og styrkir þá sérstak- lega. Álagið á vöðvana getur verið allt að 30% meira en í venjulegum skóm. Loftpúðarnir í sólum EasyTone skónna eru afrakstur ítarlegrar rann- sóknarvinnu. Loft flæðir milli púða í sólanum svo að þegar skórnir eru not- aðir er eins og stöðugt sé verið að gera jafnvægisæfingar. Jafnvægisæfingar styrkja djúplæga kvið- og bakvöðva sem gerir það að verkum að bakverkir geta minnkað. Skórnir eru ætlaðir til daglegra nota, hvort sem er í vinnu, skóla eða göngu- túra. Þeir henta vel fyrir þá sem þurfa að standa mikið en sólinn er sérstak- lega mjúkur. Ef þú vilt þægilega, flotta og góða skó sem gefa flottari rass og læri eru EasyTone skórnir eitthvað fyrir þig. Það vakti mikla athygli þegar danska fyrirsætan Helena Christensen sat fyrir nakin í EasyTone skónum einum í tíma- ritinu Vogue. Þar lofaði hún EasyTone- skóna og sagði þá gera henni kleift að styrkja rass, læri og kálfa á sama tíma og hún sinnir daglegum störfum: „Ég er óþolinmóð og þegar ég prófa eitthvað nýtt vil ég sjá afraksturinn strax. Ég fann að þessir skór virkuðu um leið og því hélt ég áfram að nota þá.“ Konur sem hafa prófað EasyTone skóna hafa þetta að segja um þá: Ég viðra tíkina mína á hverjum degi og þá koma EasyTone skórnir mínir að góðum notum því þeir virka allt öðruvísi en venjulegir íþrótta- eða gönguskór. Rassvöðv- arnir styrkjast og álagið minnkar þar af leiðandi á mjóbakið. Þessir skór svínvirka! Ellý Ármanns, fjölmiðlakona Easytone skórnir eru algjör snilld og bylting fyrir konur. Fyrstu skiptin sem ég notaði EasyTone fékk ég væga strengi í aftanverð læri og kálfa sem sagði mér að skórnir eru klárlega að virka. Ómissandi eintak fyrir konur sem vilja tóna og styrkja fætur allan daginn. Hrafnhildur Halldórsdóttir, einkaþjálfari og fitnesskeppandi Ég er með slæm liðbönd í ökklum en síðan ég byrjaði að nota EasyTone finn ég hvað liðböndin hafa styrkst. Mér finnst mjög þægilegt að ganga í þeim og þeir eru búnir að vekja mikla athygli, enda mjög nettir og ekki of íþróttalegir í útliti svo maður getur verið í þeim við hvert tækifæri. Margrét Hulda Karlsdóttir, bikarmeistari í módelfitness 2010 Göngutúrarnir verða ennþá skemmtilegri í Easytone, því maður bókstaflega svífur um í þeim. Marta María, Pressan Ummæli ánægðra notenda Kynning Nýtt frá Reebok: EasyTone skór Viltu flottari rass og læri? Þú færð meira út úr hverju skrefi í EasyTone.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.