Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 78

Fréttablaðið - 10.12.2010, Qupperneq 78
54 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR Söngkonan Jessica Simpson hefur ekki átt sjö dagana sæla, en á engu að síður von á 100 milljóna dala launa- tékka. Hún hefur ekki selt mikið af plötum, en þeim mun meira af fötum. POPPBRANSINN Er ferill Jessicu Simpson í rúst? Jessica Simpson hefur ekki náð sér á strik í tón- listarbransanum undan- farin ár. Hún gerði mis- heppnaða tilraun til að gerast kántrísöngkona fyrir tveimur árum og fréttir af óánægð- um tónleikagestum bárust eins og eldur í sinu um netheima. Tilraunin reyndist vera salt í sár Simp- son, sem virtist ennþá vera að jafna sig á skilnaði sínum og söngvarans Nick Lachey árið 2005. Ástarmál hennar hafa verið mikið milli tannanna á fólki undanfarin misseri, rétt eins og þyngd henn- ar, en hún hefur bætt á sig nokkr- um kílóum eftir að hafa verið í ótrú- legu formi í kvik- myndinni Dukes of Hazzard. Þeim sem töldu að hún hafi náð hápunkti ferils síns þá skjátlast. Simpson virðist ekki ætla að rétta úr kútnum tónlistarlega í bráð, en hún sendi nýlega frá sér jólaplötu, sem verður seint talið suðupottur sköpunar og frum- leika. En það er fatalína Simpson, The Jessica Simpson Collection, sem hefur selst fyrir meira en 750 milljónir dala á árinu. Sam- kvæmt tískuritinu WWD stefnir línan í að vera fyrsta frægðar- fólksfatalínan (e. celebrity) sem selst fyrir milljarð dala - 115 milljarða íslenskra króna. Af þessum peningum fær Simpson 100 milljónir dala í sinn hlut á árinu. Ágætis árslaun það. Vince Camuto, stofnandi og forstjóri Camuto Group, sem heldur utan um fata- línu Simpson, segir fólki líka vel við Jessicu Simp- son og líta á hana sem tísku- fyrirmynd. „Hún er stelpan í næsta húsi og er með frá- bærar vörur í boði,“ segir hann. Simpson er ekki ein á markaðnum og er í sam- keppni við dívur á borð við Jennifer Lopez, Mad- onnu, Victoriu Beckham og Gwen Stefani. Simp- son er að skilja þær eftir í reyknum og von er á að milljarðs dala fatalína hennar stækki enn frekar á næsta ári. atlifannar@frettabladid.is MILLJARÐS DALA KONAN GENGUR VEL Þrátt fyrir fréttir um annað er ferill Jessicu Simpson í fínu formi. Þó ekki söngferillinn. Sjónvarpsstjarnan Jenny McCarthy er hætt með kærasta sínum eftir aðeins fjögura mánaða sam- band. McCarthy hætti sem kunnugt er með gaman- leikaranum Jim Carrey fyrr á árinu og kynn- ist stuttu síðar vaxtarræktakappanum Jason Toohey í Las Vegas. Að sögn heimildarmanns var það McCarthy sem ákvað að slíta sam- bandinu. „Jason þoldi ekki hversu fræg hún var og alla athyglina sem hún fékk hvert sem hún fór. Þannig hún ákvað að enda þetta,“ var haft eftir heimildarmanninum, sem vill þó meina að sambandsslitin hafi verið í góðu og að McCarthy og Toohey séu enn góðir vinir. Laus og liðug Söngkonan unga Willow Smith vonast til að hún verði einhvern tímann jafn fræg og Lady Gaga. „Mig langar að verða mjög þekkt- ur listamaður. Jafn þekktur lista- maður og Lady Gaga, og jafnvel þekktari en hún,“ sagði Willow nýverið við breska tónlistartíma- ritið NME. Willow, sem er dóttir söngvarans Will Smith og leik- konunnar Jödu Pinkett-Smith, er nú þegar orðið stórt nafn í Holly- wood. Hún á þó langt í land með að verða jafn stórt nafn og sjálf Lady Gaga, en Willow er aðeins tíu ára gömul og getur því unnið að þessu markmiði sínu í þó nokk- uð mörg ár til viðbótar. Vill verða þekktari en Lady Gaga STEFNIR HÁTT Willow Smith á sér háleit markmið fyrir framtíðina, þrátt fyrir ungan aldur. Jude Law mun eyða jólunum með börnum sínum og fyrrverandi eiginkonu, hönnuðinum Sadie Frost. Kærasta Law, leikkonan Sienna Miller, verður þó fjarri góðu gamni. Samkvæmt Frost mun Miller eyða jólunum með foreldrum sínum og systur á meðan Law mun eiga notalega stund með fyrrverandi eiginkonu sinni og börnum. „Á jóladag munum við borða saman hádegismat heima hjá Jude. Hann ætlar að elda fyrir okkur. Ég held að Sienna verði ekki á staðnum. Hún á sína eigin fjölskyldu,“ sagði Frost í viðtali við tímaritið The Telegraph. Ekki saman um jólin EKKI SAMAN Jude Law og Sienna Miller munu ekki eyða jólunum saman í ár. NORDICPHTOS/GETTY Leikkonan Salma Hayek viðurkennir í viðtali við tímaritið V Magazine Spain að hún hafi verið ólöglegur innflytjandi í Bandaríkjunum fyrst þegar hún kom til lands- ins. „Ég var ólögleg í land- inu fyrst um sinn. Þetta varði aðeins í stuttan tíma, en ég var ólögleg þrátt fyrir það.“ Leik- konan hefur náð langt síðan þá og leikið í mörg- um vinsælum kvikmynd- um og framleitt hina vinsælu sjónvarpsþætti Ugly Betty. Hún segir lífið í Hollywood þó ekki alltaf hafa verið dans á rósum. „Ég upplifði gríðar lega kynþáttafor- dóma fyrst þegar ég kom til Hollywood. Banda- rískir leikstjórar og framleiðendur virtust ekki geta ímyndað sér að leikkona frá Mexíkó gæti borið aðalhlutverk kvikmyndar.“ Hayek var ólögleg HEFUR NÁÐ LANGT Leikkonan Salma Hayek segist hafa upplifað mikla fordóma í sinn garð fyrst þegar hún kom til Hollywood. NORDICPHOTOS/GETTY Á LAUSU Jenny McCarthy er hætt með kærasta sínum og því laus og liðug. Jólalínan frá þessu vinsæla merki er komin í verslanir. Debenhams / Smáralind Anas / Hafnarfirði GS Akureyri / Akureyri Oxxo / Hamraborg Basic +/ Mosfellsbæ Cha Cha / Glæsibæ Bjarg / Akranesi Lindinn / Selfossi Ríta / Kópavogi Blómsturvellir / Hellissandi Palóma / Grindavík Smart / Vestmannaeyjum System / Pex/ Neskaupstað Jón & Gunna / Ísafirði Lónið / Höfn í Hornafirði Kóda / Keflavík Sentrum / Egilstaðir Töff Föt / Húsavík Siglósport / Siglufirði Dreifingaraðili, Rún Heildverslun. www.run.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.