Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 82

Fréttablaðið - 10.12.2010, Side 82
FÖSTUDAGUR 10. desember 201058 Söngvarinn Nick Cave ók Jagúar- bifreið sinni á hraðamyndavél og vegrið í heimabæ sínum Hove á Englandi. Tíu ára tvíburasynir hans voru með honum í bílnum, sem skemmdist töluvert, en engan sakaði. Enginn annar bíll kom við sögu í slysinu og ekki er vitað hvað olli því. Cave var ekki handtekinn og virðist hann því ekki hafa verið undir áhrifum vímuefna. Hinn 53 ára Cave er þekktastur sem forsprakki hljómsveitarinn- ar Nick Cave and the Bad Seeds sem hefur gefið út fjölda platna í gegnum árin. Stutt er síðan önnur hljómsveit hans, Grinder- man, gaf út sína aðra plötu. Klessukeyrði Jagúar-bílinn NICK CAVE Söngvarinn klessukeyrði Jagúar-bifreið sína í Hove á Englandi. Leikarahjónin Ashton Kutcher og Demi Moore eru dugleg við að lýsa ást sinni hvort á öðru á síðunum Twitter og Facebook. Fimm ár eru liðin síðan þau gengu upp að altarinu og ást þeirra hefur aldrei verið sterk- ari. „Að senda eitthvað sætt á Twitter eða Facebook er gaman,“ skrifaði hinn 32 ára Kutcher í pistli fyrir tímaritið Harper´s Bazaar sem nefnist: „Hafa texta- skilaboð eyðilagt rómantíkina?“ „Á ýmsan hátt er það ekkert öðruvísi en að senda blóm á skrif- stofuna. Þú ert að lýsa yfir ást þinni fyrir framan alla aðra. Hver vill ekki öðlast slíka aðdáun fyrir opnum tjöldum?“ skrifaði hann. Rómantísk á Facebook HAMINGJUSÖM Ashton Kutcher og Demi Moore nota Twitter og Facebook óspart. Svo gæti farið að Will Smith leiki Hróa hött í nýrri mynd Wachow- ski-bræðranna um þennan sokka- buxnaklædda Skírisskógsbúa. Systkinin munu að öllum líkindum leikstýra myndinni Hood hjá Warn- er Bros samsteypunni og vilja þau að Smith leiki aðalhlutverkið. Ef Smith þekkist boðið fetar hann í fótspor ekki ómerkari manna en Erroll Flynn, Sean Connery, Kevin Costner og Russell Crowe, sem lék Hróa síðasta sumar. Smith hafnaði á sínum tíma aðalhlutverkinu í The Matrix, sem Wachowski-bræðurnir leikstýrðu. Keanu Reeves fékk þá hlutverk Neo og stóð sig eins og sönn hetja. Vilja Smith sem Hróa WILL SMITH Svo gæti farið að Will Smith verði næsti Hrói höttur. Samkvæmt slúðursíðunni Lainey- Gossip eru Ryan Gosling og Blake Lively heitasta parið í Hollywood um þessar mundir. Parið sást fyrst saman í október, stuttu eftir að Lively hætti með Penn Badgley, mótleikara sínum í sjónvarpsþátt- unum Gossip Girl. Kvikmyndin Blue Valentine var frumsýnd að viðstöddu margmenni í vikunni þar sem Gosling fer með annað aðalhlutverkið í myndinni. Hann mætti ásamt Lively á frum- sýninguna og sátu þau hlið við hlið í sérstöku frumsýningarboði eftir myndina. Svo óheppilega vildi þó til að Gosling var kynntur sem Der- eck Cianfrance og ákvað leikarinn að slá þessu upp í létt grín og gekk undir því nafni það sem eftir var kvölds. „Þetta var besta hlutverk mitt til þessa og enginn fékk að sjá það aðrir en veislugest- ir. En maður gerir þetta fyrir sjálf- an sig, það eru verðlaunin,“ sagði leikarinn þegar hann var spurður út í nafn- aruglið. Gosling og Blake Lively nýtt par STINGA SAMAN NEFJUM Samkvæmt slúðursíðunni Lainy Gossip eru Ryan Gosling og Blake Lively nýtt par. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.