Fréttablaðið - 10.12.2010, Page 90

Fréttablaðið - 10.12.2010, Page 90
66 10. desember 2010 FÖSTUDAGUR EM kvenna: Ísland-Svartfjallaland 23-26 (10-14) Mörk Íslands (skot): Hrafnhildur Ósk Skúladóttir 8/1 (16/1), Rut Jónsdóttir 4 (5), Hanna Guðrún Stefánsdóttir 4/4 (7/5), Anna Úrsúla Guðmunds- dóttir 3 (3), Rebekka Rut Skúladóttir 2 (4), Rakel Dögg Bragadóttir 1 (3), Þorgerður Anna Atladóttir 1 (3), Sólveig Lára Kjærnested (1), Ásta Birna Gunnarsdóttir (2), Karen Knútsdóttir (6). Varin skot: Íris Björk Símonardóttir 6 (11, 55%), Berglind Íris Hansdóttir 6 (26/1, 23%). Hraðaupphlaup: 3 (Rebekka Rut 1, Hrafnhildur Ósk 1, Anna Úrsúla 1). Fiskuð víti: 6 (Rut 2, Anna Úrsúla 2, Rakel Dögg 1, Þorgerður Anna 1). Utan vallar: 4 mínútur. Mörk Svartfjallalands (skot): Jovanka Radicevic 6 (7), Maja Savic 6 (7), Sandra Nikcevic 4 (5), Mil- ena Knezevic 3 (5), Jelena Markovic 3 (7), Marija Jovanovic 3 (8), Andjela Bulatovic 1/1 (3/2), Radmila Miljanic (1), Suzana Lazovic (1). Varin skot: Sonja Barjaktarovic 11 (24/3, 46%), Marina Vukcevic 4/1 (13/2, 31%), Mirjana Milenkovic 0 (1/1). Hraðaupphlaup: 5 (Radicevic 3, Savic 1, Knezevic 1). Fiskuð víti: 2 (Radicevic 1, Savic 1). Utan vallar: 8 mínútur. Dómarar: Kjersti Arntsen og Ida Cecilie Gullaks- en, Noregi. ÚRSLIT HANDBOLTI Hrafnhildur Ósk Skúla- dóttir átti stórleik með íslenska landsliðinu gegn Svartfjallalandi í gær og skoraði átta mörk. Það dugði þó ekki til þar sem Ísland tapaði leiknum, 26-23. Hrafnhildur átti erfitt uppdrátt- ar gegn Króatíu í fyrstu umferð riðlakeppninnar á EM í Noregi og Danmörku en kom tvíefld til baka í gær. „Ég steig upp og er að sjálfsögðu ánægð með það. Ég ætlaði ekki að fara aftur heim til að gleyma þessu móti um leið,“ sagði hún og brosti. „Ég var staðráðin í að gera betur og ég gerði það – alveg eins og ég vissi að ég myndi gera.“ Hún segir að það þýði ekkert að vera rög við að skjóta á markið. „Öðruvísi skora ég ekki. Ég lít þá ekki á skotin sem mistök, heldur tilraunir.“ Hún sagðist vera svekktust með misnotuðu dauðafærin hjá Íslandi í gær. „Við vorum fjórum mörkum undir í leiknum og það eina sem skildi á milli var að við vorum að misnota dauðfærin en þær ekki. Leikurinn átti því að vera mun jafnari. Þær voru aðeins heppnari en við í leiknum, rétt eins og þær króatísku voru.“ Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var vitanlega svekkt með tapið. „Þetta er miklu meira svekkjandi en í síðasta leik. Við vissum þá að við sýndum ekki okkar réttu hlið- ar en í dag náðum við að gera það,“ sagði hún. Varnarleikur Íslands var lengst af mjög góður í gær en Anna Úrsúla sagði að það hefði ýmislegt mátt fara betur. „Þær voru stund- um að skora af fimmtán metra færi. Ég var ekki að fara út, ná í þær og brjóta á þeim. Það er dýrt. En við vorum miklu betri í vörn- inni í þessum leik og það er tals- vert skemmtilega að spila þegar varnarleikurinn gengur vel. Við sýndum í dag að við eigum eitthvað í þessi lið og það er gott að fólkið heima hafi fengið að sjá það.“ - esá Hrafnhildur Ósk Skúladóttir og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir eftir tapið gegn Svartfjallalandi í gær: Ætlaði ekki að gleyma þessu móti við heimkomu GÓÐAR SAMAN Hrafnhildur sendir hér inn á Önnu Úrsúlu. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN HANDBOLTI Júlíus Jónasson lands- liðsþjálfari sagði að íslenska liðið hefði spilað miklu betur gegn Svartfjallalandi í gær en í fyrsta leiknum gegn Króatíu. Ísland tap- aði þó í gær fyrir Svartfellingum, 26-23, eftir hetjulega baráttu. „Þegar á heildina er litið er ég ánægður og sérstaklega voru síð- ustu 20 mínúturnar mjög góðar. Svartfellingar ætluðu greinilega að fara rólega í gegnum hann á einföldum göngubolta en það kom bara ekki til greina. Við unnum þann leikkafla 9-6 og spiluðum gríðarlega vel, bæði í vörn og sókn.“ Hann segir þó að liðið hafi enn svigrúm til að bæta leik sinn en lokaleikur Íslands í riðlinum verð- ur gegn Rússum á laugardaginn. „Við fórum í dag illa með dauða- færin og töpuðum miklu á því. Varnarleikurinn var mun grimm- ari en í síðasta leik en á tímabili hefðum við átt vera jafnvel enn grimmari. Ég geri mér þó grein fyrir því að við förum aldrei í gegnum heilan leik án þess að fá á okkur mark af níu metrunum. Markvarslan og ýmsar sóknar- útfærslur hefðu mátt vera betri í kvöld og eru þetta allt vandamál sem við erum að reyna að finna lausnir á.“ Júlíus segir að hrósa beri leik- mönnum fyrir hugarfar. „Þær eru með óbilandi baráttuvilja og eiga risastórt hrós skilið fyrir það. Þær eru sífellt að reyna að finna lausn- ir inni á vellinum, á hliðarlínunni með okkur og inni í klefanum í hálfleik. Þær gefast aldrei upp og það sáum við í kvöld.“ Hrafnhildur Ósk Skúladóttir átti stórleik í gær og skoraði átta mörk. Allt annað var að sjá til hennar en í fyrsta leiknum, þar sem hún átti erfitt uppdráttar. „Hún hefur átt erfitt síðan í fyrsta leiknum og við höfum rætt við hana um hann. En það var líka alveg ljóst að hún myndi koma til baka og það var gríðarlega sterkt að sjá hana svona öfluga í dag,“ sagði hann. „Rut átti líka fínan leik og spil- aði meira núna en í fyrsta leiknum. Það er óhætt að segja að leikmenn eins og Rakel, sem spila fyrst og fremst í vörninni, vilja falla í skuggann en hún stóð sig mjög vel í vörninni eins og hún gerir lang- oftast. Rebekka átti góða innkomu og Þorgerður nýtti sínar mínútur vel eins og í síðasta leiknum. Þetta er því mikið af ungum leikmönn- um sem eru að fá afar dýrmætar mínútur og það kemur til með að hjálpa okkur mikið í framtíðinni. Við erum að taka skref fram á við og ég er ánægður með það.“ - esá Júlíus Jónasson landsliðsþjálfari var stoltur af stelpunum eftir tapið gegn Svartfjallalandi í gær: Stelpurnar eru með óbilandi baráttuvilja FAGNAÐ Júlíus og Harpa Sif á bekknum. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN HANDBOLTI Íris Björk Símonar- dóttir átti líklega bestu innkom- una af bekknum í gær. Hún lék síðasta stundarfjórðunginn og varði helming þeirra skora sem hún fékk á sig. „Mér fannst Berglind Íris einn- ig standa sig vel í þessum leik og við stigum báðar upp í dag. Við ætluðum að gera betur eftir síð- asta leik en við vorum afar ósátt- ar eftir þann leik,“ sagði Íris. „Vörnin var mikið betri í dag og það munar miklu fyrir okkur í markinu að það sé þó aðeins komið við andstæðinginn. Við hefðum sennilega unnið leikinn hefðum við fengið tíu mínútur í viðbót og við sýndum undir lokin og á köflum í öllum leiknum að við eigum erindi á þetta mót. Nú eigum við að halda þessu áfram og bara vinna næsta leik, gegn Rússunum.“ - esá Íris Björk Símonardóttir: Ætlum að vinna Rússana BARÁTTA Þorgerður Anna brýst hér í gegn. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN HANDBOLTI Dragan Adzic, lands- liðsþjálfari Svartfellinga, hrós- aði íslenska liðinu sérstaklega á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Mér fannst íslenska liðið spila miklu betur en í fyrsta leiknum. En þetta var gríðarlega mikil- vægur sigur fyrir okkur því við vildum fylgja eftir sigrinum á Rússlandi,“ sagði hann. Fréttablaðið spurði hann af hverju hann hefði ákveðið að hvíla Bojönu Popovic, sem er einn besti leikmaður heims. „Til að gefa henni hvíld fyrir síðasta leikinn í riðlinum. Það er gríðarlega mikilvægur leikur fyrir okkur. En það eru allir leik- menn í okkar liði mikilvægir og þær fengu dýrmætar mínútur inni á vellinum í kvöld.“ - esá Þjálfari Svartfellinga: Hrósaði ís- lenska liðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar frá Árósum eirikur@frettabladid.is HANDBOLTI Ísland hefur tapað sínum fyrstu tveimur leikjum á EM í handbolta. Í gær töpuðu stelp- urnar okkar fyrir Svartfellingum, 26-23, og þurfa nú að leggja sjálfa heimsmeistarana í lokaumferðinni til að komast upp úr riðlinum. Þær geta þó gengið til þess leiks beinar í baki og með rífandi sjálfstraust eftir leikinn í gær. Allt annað var að sjá til íslenska liðsins strax í fyrri hálfleik í gær. Ísland byrjaði í 5+1 vörn og sóttu varnarmennirnir nú mun meira út í skytturnar. Þær sóttu síðan hratt fram og án þess þó að tapa mörgum boltum. Það var einnig mikil breyting frá leiknum gegn Króatíu. En markvörður Svartfellinga fann sig vel í upphafi leiksins og þá byggðu andstæðingarnir upp forystu sem Ísland náði aldrei að brúa aftur. Ísland náði þó að ógna forystunni nokkrum sinnum með öflugum varnarleik og liprum sóknar leik á köflum og minnka muninn í tvö mörk þegar minnst var, 12-10. En það sem varð Íslandi að falli í þessum leik voru dauða- færin sem fóru forgörðum. Alls sluppu stelpurnar fjórum sinn- um í gegn í hraðaupphlaupum án þess þó að ná að skora. Það ligg- ur í augum uppi hversu dýrkeypt það var. Einnig vantaði nokkuð inn á markvörsluna en Íris Björk átti þó glæsilega innkomu og varði gríðar- lega vel á síðasta stundarfjórðungi leiksins. Berglind Íris hefur marg- sinnis sýnt hversu góður mark- vörður hún er og hrekkur vonandi í gang gegn Rússum á laugardag- inn. Síðari hálfleikur byrjaði ekki nógu vel og náðu Svartfellingar að síga fram úr, hægt og rólega. Mestur varð munurinn sjö mörk, 23-16, þegar þrettán mínútur voru eftir af leiknum. En íslensku leikmennirnir gef- ast aldrei upp og það gerðu þær ekki heldur þá. Með mikilli bar- áttu tókst stelpunum að minnka muninn í þrjú mörk þegar tæpar fimm mínútur voru eftir og gal- opnuðu í raun leikinn. Íris varði allt sem á markið kom og Hrafn- hildur fékk tvívegis tækifæri til að minnka muninn í tvö mörk en allt kom fyrir ekki. Svartfellingar skoruðu og Íslendingar, þrátt fyrir allan sinn baráttuvilja, féllu ein- faldlega á tíma. Hrafnhildur fann sig vel í sókn- inni og sýndi að frammistaðan í fyrsta leiknum var aðeins tilvilj- un. Rut Jónsdóttir sýndi glæsileg tilþrif, oft þegar mest þurfti á að halda. Þorgerður Anna átti góða innkomu og Anna Úrsúla stóð fyrir sínu. Fleiri stóðu sig vel en það mátti einnig sjá að liðið á enn mikið inni fyrir lokaleikinn. Það verður vel hægt að stríða heims- meisturum Rússa þá. Baráttan og viljinn dugðu ekki til Ísland sýndi stórbættan leik gegn Svartfjallalandi á EM í handbolta í gær. Niðurstaðan var þriggja marka svekkjandi tap gegn afar sterku liði sem hafði lagt sjálfa heimsmeistarana í fyrstu umferð mótsins. MÖGNUÐ Rut Jónsdóttir sýnir hér flott tilþrif en hún átti virkilega fínan leik fyrir íslenska liðið í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/OLE NIELSEN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.