Sameiningin - 01.07.1889, Síða 7
inga í Vesturheimi. Þó að nú sálnatala kirkjufjelagsins hafl að mun
aukizt síðan í fyrra, há hygg jeg, að hún hafl naumast aukizt að
sama skapi sem fólk af vorum þjóðflokki hefur á þessu siðasta ári
fjöigað hjer í landinu. Og það bendir aptur á, að oss vantar nægi-
lega krapta til að vinna meðal fólks vors fyrir það aðalendimark
kirkjufjelagsins að safna íslendingum í landi þessu inn í þeirra eig-
in lútersku kirkju. Þau tala átakanlega til vor nú þessi orð frels-
ara vors: „Uppskeran er mikil, en verkamennirnir eru fáir“. Kirkju-
fjelagið þarf endilega að sjá sjer fyrir fleirum hæfum verkamönnum
fyrir málefni sitt hið allra bráðasta. Með nú verandi verkamannafæð
fæ jeg ekki betur sjeð en að vjer liggjum undir í hinni kirkjulegu har-
áttu vorri. Vjer þurfum nú þegar að fá nokkra nýja vel hæfa presta.
Eu jafnframt er lifsspursmál að húa í haginn fyrir komandi tíð með
því að hrinda málinu um stofnun æðri islenzks skóla (College) hjer
í landi rösklega áfram. Og jeg vildi nú leggja það tii, að þetta
kirkjuþing geri þetta skólamál vort að aðalmáli.
Pjehirðir mun leggja fram skýrslu um fjárhag kirkjufjelagsins,
og af henni verður þá sjeð, að hve miklu leyti þetta litla tillag til
fjelagsins frá hinum einstöku söfnuöum, sem ákveðið hefur verið að
þeir skyldu greiða, hefur greitt verið. Fyrir komandi ár tel jeg víst,
að tekjur fjelagsins þurfl að aukast.
Hinar standandi nefndir fjelagsins síðan í fyrra munu skýra þing-
inu frá, hvað þær hafa hugsað og gert viðvíkjandi þeim einstöku
málum, er þeim voru á hendur falin.
Það hefur víst aldrei fyrr eins mikið verið tekið eptir kirkjufje-
lagi voru heima á íslandi eins og einmitt á þessu siðasta ári. Það
er nú greinilega komið fram, að hið kirkjulega starf vort hjer get-
ur haft álirif á fólk í íslenzku kirkjunni heima. En slik áhrif þurfa
að fara vaxandi, til þess að lieilir hópar af fólki voru ekki haldi áfram
að koma hingað yflr um með algerðu kæruleysi fyrir og óbeit á því
lífsspursmáli fyrir þjóðflokk vorn, sem kirkjufjelag vort hefur sett
sjer að vinna fyrir og haida á lopti.
Líklega hefur þó þetta síðasta ár verið vort mesta haráttuár. í
baráttunní kennir veikleika vors; að minnsta kosti hef jeg aldrei
betur en í síðustu tíð þreifað á því, hve lítið jeg dugi í baráttunni
fyrir hið sameiginlega velferðarmál vort. En jeg veit af kærleiks-
krapti guðs yflr oss í baráttu vorri og veikleika vorum. Og í trúnni
á þann krapt er oss óhætt að halda áfram baráttunni i Jesú nafui.
Fundi slitið kl. 12£ e. h.
Eptir kl. 2 sama dag flutti sjera Jón Bjarnason fyr-
irlestur um íslenzJcan nihilismus. Eptir fyrirlesturinn urðu
umræður, sem margir tóku Jrátt í. Voru allir ræðumenn
sjera Jóni Bjarnasyni þakklátir fyrir fyrirlesturinn, og
óskuðu að hann yrði prentaður, Kl. C var umræðum lokið.