Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.07.1889, Page 20

Sameiningin - 01.07.1889, Page 20
—84— sje falið á hendur að íhuga vandlega hreytingaruppástung- ur þær, er erindsrekinn flutti inn á þingið, iita Norður- Yíðinessöfnuði um málið svo fljótt sein skeð getur, og að lokum búa það undir næsta kirkjuþing. Vjer viljum virðingarfyllst ráða þinginu til þess að fela hinni standandi nefnd til meðferðar og undirbúnings til næsta kirkjuþings málið um takmörkun á kirkjufjelagsgjaldi. Út af ósk erindsrekans frá þingvallasöfnuði um það, að ágrip af árlegum reikningum kirkjufjelagsins sje prent- að í „Sam.“, leyfum vjer oss að mæla með því að reikn- ingar kirkjufjelagsins verði prentaðir eins og þeir voru lagðir fyrir kirkjufjelagið af fjehirði, yfirskoðaðir af revi- sorunum, með þeim athugasemdum, er þingið kynni við þá að gjöra“. Nefndarálitið samþykkt. — Standandi nefndin í skóla- málinu skýrði frá gerðum sínum. þrír menn kvaddir í nefnd til að íhuga málið á þinginu: Sigtr. Jónasson, Ja- kob Eyfjörð, Arni Friðriksson. — Samþykkt uppástunga um að halda fund næsta sunnnudagskvöld. Fundi slitið kl. 12 á hádegi. Eptir kl. 2 flutti Einar Hjörleifsson fyrirlestur: Iívers vefjna eru svo fdir meff? sem inngang að almcnnum um- ræðum. jiær umræður stóðu ytír til kl. 0, og svo frá kl. 74 til kl. 10 um kveldið. 9. fundur. Sunnud. 23. júni, kl. 7£ e. h. E. H. Bergman og Jóhann Briem fjarverandi. Gerðabók síðasta fundar samþykkt. Nefndin í málinu um trúarboð presbyteríananna lagði fram álit sitt á þessa leið: „þar eð enn er ókomið endilegt svar frá Home mission nefnd presbj’teríönsku kirkjunnar í Canada upp á áskorun þá, er sjera Friðrik J. Bergmann hefur sent henni út af árásum presbyteríana í Winnipeg á vora kirkju í þessum parti landsins, þá vitum vjer ekki enn, hvort hinni svo kölluðu Manitoba College Mission verður framvegis haldið áfram í nafni presbyteríönsku kirkjunnar yfir höfuð. En þar eð vjer búumst við, að dr. Bryce og hatis fylgifyskar láti sjer ekki segjast, þó að hans eigin kirkjudeild hjer

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.