Sameiningin - 01.07.1889, Page 31
—95—
síðan aS Lyrjað var á þessum ofsóknum, sem smásaman
hafa harðnaö. Nýlega hefur komið hraðfrjett frá St. Pjeturs-
borg, sem segir, að stjórnin hafi. gersamlega svipt lútersku
kirkjuna rjettinum að vera til á Rússlandi. Samkvæmt
seinustu skýrslum rússnesku kirkjunnar frá 1885 voru
2,950,000 prótestantar á Rússlandi og meginið af þessari
tölu eru Lúterstrúarmenn. Fylkin við Eystrasalt — Kúr-
land, Estland og Lífland, hafa öll til samans 2,500,000
íbúa, og eru þeir nálega allir Lúterstrúar. Stjórn Rússa
hefur gert hverja tilraunina á fætur annarri til að kyrkja
þjóðernistilfinning fólks þessa, sem nálega allt er af þýzk-
um uppruna, og þetta síðasta grimmdar-bragð, að lýsa lút-
ersku kirkjuna rjettlausa þar í landi, er einn leikurinn í
því mannúðarlausa tafli. Menn vonast eptir mótmælum frá
Berlín, þar sem þessi yfirlýsing gengur út yfir ríkiskirkju
Prússa. Að öðru leyti vita menn ekkert, hvernig þessi
yfirlýsing liefur hljóðað. Samt er haldið, að rjettleysi þetta
muni vera innifalið í því, að lúterska lcirkjan sje svipt eignum
sínum, kii'kjum, skólum, spítölum og öðrum fasteignum, og
um leið fyrirmunað framvegis að eiga nokkuð. — Nítjándu
öldinni er hrósað fyrir mannúð, jafnrjetti og mannkærleik,
og þó er þetta villumannalega níðingsverk framið af einu
stórveldi Norðurálfunnar nú á síðustu áratugum aldarinn-
ar. En sá, sem hefur látið gott leiða af svo mörgum
grimmum ofsóknum, mun á sínum tíma gefa þessu lúterska
fólki rjettindi sín aptur.
Eins og mörgum af. lesendum vorum mun vera kunnugt, gjöreyddist skóla-
lrygging Ncrsku Sýnódunnar, Luther College í Decorah, Iowa, í vor af eldi.
En áöur en kólnaö var i rústunum, var fariö aö ráðgera að byggja skól-
ann upp aptur. Margir af bæjum J>eim, sem eru aðalstöðvar Norðmanna
suður frá, hafa gert hvert höfðingsboðið í kapp við annað, svo framarlega
skólinn yrði reistur ]>ar. Bærinn La Crosse í Visconsin liauð 30,000 dollara
í peningum og 20 ekrur af landi, sem var í rnjög háu verði. Iíöfuðstaður-
inn í þessu sama ríki, Madison, gerði einnig framúrskarandi tilboð. Bærinn
Decorah og hjeraðið ]>ar í kring, sem svo lengi hafði notið skólans, bauð
20,000 í peningum, ef hann yrði byggður á sínum gömlu stöðvum. St. Paul
Park, 9 mílur frá St. Paul, bauð 30 ekrur af æskilegu Iandi, 100 ekrur
af landi, sem skólinn mundi geta selt við háu verði eptir fá ár, og J>ar að auki
23,000 dollars í peningum. Fleiri boð hafa verið gerð, en J>etta síðasta hef-
ur verið þegið, eptir langa yfirvegun, af 29 rnanna nefnd, sem kjörin var til