Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1893, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.01.1893, Blaðsíða 4
—164— talsverSa fyrirhöfn, sem jeg get þó ekki ætlaS aS stæSi í vegi fyr- ir þessu fyrirtæki, en bráSum mundi hver söfnuður kappkosta aS útvega sjer og presti sínum aðstoðarmenn. færa til að kenna og leiðbeina og fúsa til að gefa í sölurnar til þess einn eða tvo klukku- tíma á helgum dögum. og ætti það að vera því hægra, sem krist- indóm á nú að kenna í lcennaraskólum. þó nú presturinn sje eindreginn talsmaður þessa fjelagsskapar, getur hann þó ekkert gjört, sem að gagni sje, nema með hjálp ötulla stuðningsmanna. Telji söfnuðurinn það úr, eða sinni því að eins með hangandi hendi, getur presturinn litlu áorkað. Hjeraðsfundir vorir, sem hver eptir öðrum hafa tekið barnafræðslumálið á dagskrá sína, geta, að minni meiningu, ekki látið staðar nema við það, sem komið er. Aöalatriðið er því það, að hin kristilega fræðsla og kunnátta verði að kristilegum nótum þegar í lífi barnanna og lilessun og ijósi á komandi lífsleið þeirra. Próf íbiflíusögum og barnalærdómi sýnir að eins kunnáttu eða vankunnáttu barn- anna, en það á að festast, styrkjast og prófast á ókominni æíi þeirra, hvern andlegan fjársjóð þau hafi hlotið og að hverju and- legu liði hann verður. Hjeraðsfundirnir hafa að eins byrjað það mál, sem þeir þurfa að framhalda lengra og hafa ár eptir ár á dagskrá sinni. Annað er „G'ollege"-máliS svo kallaða, það mál, að styrkja bræður vora í Yesturheimi til að koma upp æðri skóla eða menntastofnun fyrir kirkjufjelagið. það hefur glögglega verið tekið fram af hinum ágætustu mönnum vorum, bæði hver þörf sje á þessu, og að það sje brýn og bein skylda þjóðkirkju vorrar að láta þetta mál til sín taka í orði og verki; og enginn hefur hingað til orðið til að mótmæla því. Allir, sem hugsa nokkuð meira en daginn og veginn, hver einasti maður, sem viðurkennir, að oss beri að elska bræður vora, ekki msð orði og tungu, heldur í verki og sannleika, hljóta að finna og skilja, að þetta mál snertir oss á sjerstalcan hátt. það er nú trauðla nokkur maður á íslandi, sem ekki eigi einhvern ættingja eða fornkunningja f Vesturheimi. íslendingar vestan og austan liafs eru tvær greinar á sama stofni; blómgist önnur, hefur það blessunarrík áhrif á hina; fölni önnur, þá er hinni hætta búin. Að lúterska ísienzka kirkjufjelagið sje í þröng, yerða allir að sjá. Óvinir þess sækja að því á allar hliðar, öll

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.