Sameiningin - 01.01.1893, Blaðsíða 10
—170—
mín vegna; þaS gjörir mér lítiS, þótt þér taliS illa um mig. En
yöar vegna óska eg þess, svo að þér ekki fáið tilefni til sökum
gallanna á kenning' minni aö vinda yör undan drottni, er hann
í dag snertir samvizkur yðar. Eg ætla því að ieitast viö, aS
halda mér svo fast, sem mér er unnt, viS orS og hugsan text-
ans. Og meS því aS til eru þeir menn, sem spaklega hafa kom-
izt að því, aS orðið „helvíti" standi eiginlega hvergi í frumtext-
anum, þá ætla eg alveg aS sleppa því aS viðbafa þetta orð. Hinu
getr enginn neitað, að skrifaS stendur, að ríki maðrinn hafi
verið í „kvölum“, þá er hann opnaöi augu sín eftir dauðann; og
svo hugsa eg honum standi alveg á sama, hvort kvalastaðr hans
er kallaðr gehenna eða hades, helvíti eða ríki hinna dauðu.
Af hinu há-alvarlega efni í þessari frásögu drottins er þetta.
ef til vill, alvarlegra en allt annað, að ríka manninum er alls
ekki lýst sem lastafullum manni. Væri honum lýst eins og
ágjörnum, lauslátum, miskunnarlausum, grimmum manni, þá
gæti allir hœglega látið vera að sjá mynd sinnar eigin æíisögu
sýnda í sögu hans. því hver skyldi vilja gangast viö því svona
rétt með sjálfum sjer, að hann liíi lastafullu lífi? En nú segir
drottinn alls ekkert eiginlega illt um ríka manninn. þú getr
verið ailra heiðarlegasti maðr, og þó verið eins og hann. Ef
til vill, getr hvorki þú né aðrir fundið neina sérstaka ástœðu til,
að þú þurfir að óttast glötunina. Og þó getr hlutskifti rika
mannsins orðið þitt. Eða er ekki svo, að þá er vér ieitum eftir
orsokinni til þess, að ríki maðrinn hlaut að opna augu sín í kvöl-
unum, þá sýnist býsna ervitt að finna hana? það stendr ekkert
um það, að iiann hafi afiað sér auðœfa sinna með rangindum eða
á annan hátt gjört sig sekan í nokkrum glœp. Hafi hann, þá er
hann „lifði hvern dag í dýrölegum fagnaði", gjört sig sekan í of-
áti, drykkjuskap og frillulifnaði, þá getr þetta að minnsta kosti
ekki hafa verið hin eiginlega orsök glötunar hans; því þess er
alls eigi getið í frásögunni. Ekki hafði hannheldr veriö ágjarn
og haröbrjósta maðr, því hann lét fátœklinginn Lazarus, kaunum
hlaðinn, iiggja við húsdyr sínar; en oss skilzt vel, að hefði ríki
maðrinn verið harðbrjósta, myndi haun ekki hafa leyft Lazar-
usi að liggja á þeim stað, þar sem hin viðbjóöslegu kaun hans
og sár ávallt urðu fyrir augum hans, er hanngekk inn í hið