Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1893, Blaðsíða 8

Sameiningin - 01.01.1893, Blaðsíða 8
•168— Leggjnm þá allir út á djúpið. það er rödd droltins vors, erkall- ar oss. Enda þótt hann kalli oss á níundu, og ef til vill á elleftu stundu, enda þótt vjer heyrum hann segja: „Hví standið þjer hjer allan daginn iðjulausir?“— þá segir hann þó: „Farið þjer í víngarð minn, og það, sem rjett er, munuð þjer fá til launa“. Hinir síðustu geta orðið fyrstir eins og hinir fyrstu i síðastir. það er að vísu ofur-lítill skattur, sem vjer leggjum á oss, kristnu vinir, en svo iítill, að vjer vitum ekki af því, og erum jafn-ríkir eptir sem áður af þessa hoims gæðum. En drögum í guðs hænum ekki lengur að gjalda haun. því það er heilagur skattur, kærleiksskattur, sem vjer höfum dregið undan í mörg ár. Oss ber því nú, einmitt nú, að leggja út á djúpið; það er aldrei svo lítið, sem vjer fáum til hlutar, að það sje ekki margfalt hættumeira, já saknæmara, að bíða leng- ur byrjar. Hugsum öldungis ekki um fátæktina, ómöguleg- leikana, verzlunarkjörin, peningaleysið, eða um það, að vjer þurfum að rjetta einhverjum öðrum hjálparhönd, eða að vjer verðum að gjöra þ->ð og það fyrir sjálfa oss, því á meðan vjer erum að velta jressu fyrir oss, ölum vjer upp í oss kærleiksleysið. nærsýnina og nápínuskapinn, sem aldrei hefurneitt til að leggja, hvernig svo sem á stendur, og liversu hátt *em guð og menn kalla. Leggjum allir út á kristniboðsdjúpiö. Hikum oss ekki lengur. Vjer höfum ekkert til afsökunar. Yíirgefum strendur vandræðanna, strendur frægðarlausrar kyrrsetu, og leitum oss kristilegs frama og frægðar með því að ferðast í anda með öðr- um kristnum mönnuin til fjarlægra stranda, til jijóðanna, sem sitja í myrkrinu, og leggjum vorn lítinn skerf þar í guðs fje- hirzlu. Og vjer tökum það inn með annari hendinni, sem vjer gefum með hinni, því tneð þessu flytjum vjer kristniboðsmálið í voru eigin landi. Vjer búum því giiðastað í hverri kirkju- sókn og á hverju einasta heiinili. Hinn árlegi kærleiksskerfur til heiðingja-landanna veröur árlegur kærleiksfjársjóður safnað- anna. Og slíkt mál, sem þetta, vona jeg að hjeraðsfundir taki á dagskrá sína. Undirfelli, í Októbermánuði 1892.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.