Sameiningin - 01.01.1893, Qupperneq 30
í sunnudagsskóla safnaðar vors hér í Winnipeg kenndu alls
30 manns á síSast liðnu ári. Nú eru kennararnir 20. — Tala
þeirra, er skólann hafa sótt á árinu, er 359. — Samskot á skól-
anum, sem er í tveim deildum, á árinu $105.55 (nálega eins og í
fyrra: $101.01). — í sióði átti skólinn um áramótin $103.87.
Um það leyti, sem sunnudagsskóli Winnipeg-safnaðar varð til,
sumarið 1884, var því heitið, að fyrir fjársamslcot þau, er gjörð
yrði á þeim skóla, skyldi, þá er tími væri til, keyptar bœkr til
nota fyrir lærisveina og kennendr skólans, eðameð öðrum orðum
stofnað lán-bókasafn fyrir skólann. Og nú loksins í byrjan
þessa árs hefir bókasafn þetta komizt á fót. I því eru þegar
hátt á þriðja hundrað bindi (eða nákvæmlega 277). Er það
flest enskar bœkr eftir fræga höfunda, nálega allt úrvalsrit.
Nokkuð þeirra bóka, sem eru á ensku, er frumritað á þýzku og
sérstaklega handa börnum. Af íslenzkum bókum er enn mjög
lítið, en áformið er, að bœta við það, sem þegar er til, svo fljótt
og mikið, sem efni leyfa. Bókavörðr er settr við safnið úr hópi
sunnudagsskólakennaranna. Annast bókavörðr útlán bóka á
hverjum sunnudegi samkvæmt þar til settum reglum. Ólæs
börn fá ekki bœkr safnsins að láni, en í stað þess verðr þeim
öðruhverju úthlutað myndablöðum ágætum.
Á íundi, sem haldinn var í Árnesbyggð í Nýja Islandi í
húsi hr. þoi'valds þorvaldssonar hinn 8. þ. m., af mönnum þeim
í því plázi, er eigi hafa látið leiðast burt frá evangeliskri lút-
erskri trúarjátning, var tekin sú ályktan, -að endrmynda Ár-
nessöfnuð og ganga í kirkjufélag vort. Voru þessir þrírsafnað-
arfulltrúar kosnir: þorvaldr þorvaldsson (íormaðr), Sigrbjörn
Hallgrímssön (féhirðir) og Jóhannes Magnússon (ritari), og ’neíir
hr. Jóhannes skjh't forseta kirkjufélagsins frá þessu. I söfnuð-
inum eru 8 fjölskyldur (25 fermdir og 20 ófermdir).
Um hið kirkjulega ástand í Seyðisfirði hefir oss (um nýárs-
leytið) verið ritað þetta sem áframhald af því, er stendr í Des-
ember-nr.i blaðs þessa: „Aldrei hefir meira en nú sungið á,
að því er snertir ófriðinn hér í söfnuðinum. Séra Sigurðr Gunn-