Sameiningin - 01.01.1893, Side 26
—1S6—
þar fullkomlega nógu lengi til þess, að bera skyn á þaS, hvaS
óendanleg hegning þýðir.“
þetta síðasta skilst öðrum eins manni og Huxley, en kirkju-
mönnunum sumum, jafnvel meðal þeirra, er halda vilja lútersku
nafni, þykir annað eins hégómi, er mannleg skynsemi aldrei fái
fallizt á. Svo það sýnist nærri því hugsanlegt, að slíkir menn
innan kirkjunnar ætti nú að geta farið að læra trú á ýmsar
kenningar kristindómsins af manni eins og Huxley.
Svo telst til, að í Kúslandi sé hálf fjórða millíón Gyðinga.
Svo sem kunnugt er, hafa þeir í síðustu tíð orðið að sæta óþol-
andi ofsóknum af hinum grísk-kaþólsku þegnum Rússakeisara,
og þar fyrir utan hafa þeir eins og aðrir þar í landi tekið ósköp-
in öll út sökum hallæris. Til þess að frelsa þessa rússnesku Gyð-
inga frá samskonar hörmungum á ókominni tíð hefir Hirsch bar-
ún með samþykki keisarans sett í gang það stórkostlega fyrir-
tœki, að fiytja allan þennan fjölmenna Gyðingahóp burt úr
Rússlandi til hins torna föðurlands þeirra, Palestínu, og fá þeim
þar tryggan framtíðarbústað. Á árinu, sem leið, skyldi mann-
fiutningr þessi byrja, og var ákveðið, að tala þeirra, er þá skyldi
hafa vistaskifti, væri 20 þúsundir. En á þessu ári eiga langt-
um fieiri að verða fluttir burt. Ollum þessum mikla fólksfiutn-
ingi á aö vera lokið á 25 árum. Stjórnin rússneska stýrir mann-
flutningunum ásamt nefnd einni af Gyðingum, sem Hirsch kýs,
og til tryggingar fyrirtœkinu á Gyðinganefnd þessi að hafa und-
irgengizt, að depónera eitt hundrað þúsundir rúblna í ríkissjóð
Rússlands.
Nú er járnbraut nýlögð frá Miðjarðarhafinu til Jerúsalem;
var hún hátíðlega vígð áðr en á hcnni hófst reglulegr vagtfiesta-
gangr, og sendi Tyrkjasoldán sérsíakan fulltrúa ásamt hópi
verkfrreðinga frá Konstantínópel til þess í sínu nafni að vera
við það hátíðarhald. Sló formaðr járnbrautarinnar upp veizlu
mikilli við það tœkifœri. Járnbrautin byrjar í bœnum Joppe,
aðalhöfn Gyðingalands við Miðjarðarhafið, gengr í gegnum fiamle
og Lydda og nokkra fleiri bœi, og endar í Jei’úsalem. það var