Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1893, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.01.1893, Blaðsíða 12
—172— lega hafi fflötun eftir dauðann í för með sér, svo aS stundleg vel- vegnan náist eigi nema því að eins, að maðr leggi sáluhjálpina í sölurnar, og hlyti þá hver alvarlegr maðr að f'yllast kvíða, þá er guð veitti honum einhveija góða gjöf. Og þá værum vér neyddir til að sœkjast eftir kvölum og steypa oss í eymd og alls ekki láta oss nœgja, að herjast fyrir því að bera með þolinmœði þrengingarnar, sem hinn agandi kærleikr drottins, en ekki hinn náttúrlegi vilji vor, leggr oss á herðar. En allir vita, að þetta er eigi kenning ritningarinnar; hún áminnir oss þvert á inóti um það, að „þakka guði föður fyrir alla hluti“, og þá ekki að eins fyrirþað, sem eilíft er; hún kennir oss, að„öll skepnaguðs er góð og éngin burtkastanleg, sé hún þegin með þakkargjörð*'; hún leggr oss í munn hœnina um daglegt brauð og kemr með þann boðskap, að „öll góð gjöf komi að ofan frá íoðiir ljósanna". En þar sem það nú engan veginn getr verið lragsan ritningarinnar, að ríki maðrinn hafi kvalizt eftir dauðann af því að honum vegnaði vel hér í lífi, hvað getr hún þá átt við, er hún jafn-óneit- anlega tekr það fram, að hann hafi „rneðtekið sín gneði meðan hann lifði“ sem einu orsökina til glötunar hans. Hugsun ritningarinnar er sú, að allt það, sem ríki inaðrinn þekkti, hafði tilfinning fyrir og mat sem gœði, heyrði þeim hlut- um til, sem að eins verðr notið í þessu lífi. Sín gæði varð hann að meðtaka meðan hann lifði hér; því það, sem maðr getr tekið með sér í dauðanum, þekkti liann ekki sem nein gœði; þá cr hann hafði skilið við lífið á jörðunni, var hann um leið skilinn við þann stað, þar sem liann hafði öll sín gœði. I augum hans liafði að eins hið holdlega og áþreifanlega liaft virkilegleik. Að það var gott að lifa eins og hann dag hvern í dýrðlegum fagnaði, og að það var vont að liggja eins og Lazarus, hlaðinn kveljandi kaunum, það hafði honum vel skilizt; því gátu og önnur eins bág- indi og Lazarusar vakið meðaumkan hans. En það, að hann, ríki maðrinn, gat þurft á meðaumkan Lazarusar að halda, fyrir þá sök, að honum fannst það ekki nein gœði að hafa þann guð- er hjálpaði Lazarusi til að beia byrði lífsins, — það myndi hon- um hafa virzt hlœgilegt. Hann vissi alveg vafalaust, að það voru mikil gœði, að mega án ótta fyrir skorti horfa fram til elliáranna, en að það gæti verið gott að safna f jársjóðum fyrir eilífðina, það virtist honum að eins hégómamál. Um eilífðina

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.