Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 5

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 5
—37— oss ]>a5 á brýn rncð sönnu, að vjer gjörum oss í hugarlund, að saf'naSarlífiS hafi náS tilætlaSri fullkomnun. Ymsir vinir vorir finna aS ]rví viS oss, aS vjer leggjum of mikla áherzlu á liina dæmandi hliS kristindómsins, — lögmáls- hliðina. Fúslega viSurlcennum vjer, að það er vandasamt verk, að tala svo urn lögmál og evangelíum fyrir söfnuSinum, að hlut- falliS sje hið rjetta. En samvizka vor segir oss, aS vjer leggjum aðaláherzluna einmitt á náSarboðskap kristindómsins, — hjálp- ræSið, sem syndaranum er tilbúið af lausnara vorum Jesú Kristi. Samt sem áður könnumst vjer fyllilega viS ]>aS, aS vjer viljum leggja sterka áherzlu á löginálshliSina, því vjer vitum, að þaS hefur ætíS verið gjört á endurvakningartímabilum kirkj- unnar og er hinn eini vegur til aS skapa nýtt, heilbrigt trúarlíf. -— En eitt er víst, og það er þetta: Enginn prjedikari, sem á- nægSur er með lífiS, eins og það birtist honum í söfnuSinum, hagar prjedikun sinni þannig. Sú prjedikun, sem flutt er í söfnuSum vorum, slær þess vegna þá sakargipt á munninn, er segir, aS vjer ímyndum oss sáfnaðarlífiS svo sjerlega glæsilegt eða fullkomiS. Samt sem áður væri þaS vanþalcklæti við drottinn, ef vjer eigi vildum við þaS kannast, aS prjedikun guðs orSs í söfnuð- unum hefur mjög miklu til leiðar komið, þrátt fyrir öll þau skaðvænlegu öfl, sem á móti hafa strítt. Kirkjuræknin í kristnum söfnuðum er þá fyrst í rjettu lagi, er sjerhvert húsfjelag innan safnaðarins sækir guðs hús á hverjum helgum degi, þegar guðsþjónusta er flutt og sjúkdómar eða aðrar óhjákvæmilegar hindranir banna þaS ckki. Svona mikil kirkjurækni á sjer þó naumast stað í nokkrum kristnum söfnuði. Og þ«ð er langt frá því, aS vjer ímyndum ossað kirkju- ræknin innan safna^a vorra sje nokkuS svipuð þessu. ])vert á móti finnum vjer sárlega til þess, að hún er mildu lalcari en hún ætti að vera. Og þar sem vjer erum um þetta atriði aS tala, viljum v jcr ekki láta tækifæriS hjá líða svo, að biað vortfæri ekki lesendum sínum innilega áminningu um, að vanrækja ekki þá helgu skyldu aS sækja guðshús eins opt og þeim er framast unnt. ])ar sem kirkjuræknin er í bærilegu lagi, hefur hver familía sitt vana- sæti í kirkjunni og hefur það ætíS hugfast, aS það sæti standi

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.