Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 25

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 25
—57— líkama, og bendir þá samlíking sá á þann mikilsverða sannleik, sem reyndar því miðr oft vill gleymast jafnvel innan sjálfrar kirkjunnar, aS liinir einstöku lærdómar trúar vorrar standa í lifanda sambandi hver við annan, svo að sé einhver einn slíkr lærdómr látinn falla burt úr trúarmeðvitund vorri eða sé stryk- nðr út úr trúarjátningunni, þá þýðir það nákvæmlega liið sama eins og ef einhver limr, fótr eða hönd, væri höggvinn af líkama vorum. það er eleki sagt, að líkaminn missti lífið fyrir það, þótt vér værum þannig limlestir. ])aö lifa margir, þótt þeir verði fvrir þessu, en þeir lifa að eins sem fatlaðir menn. Og eins eru líka innan kirkju drottins til svo eða svo margir andlega fatl- aðir menn út af þvi, að þeir hafa skorið burt úr trúarmeðvitund sinni eitt eða fleiri trú-iratriði, sem í nánu lífssambandi standa við hið kristilega fagnaðarerindi í þess fullkomnu heild. Og aftr er vert að muna eftir því, að eins og á stundum eklci þarf annað en litla nálarstungu einhversstaðar á mannlegum líkama til þess að af því verði bráðdrepanda dauðamein, eins þarf einatt ekki nema smáafbökun á einhverju guðs orði kristilegrar opin- berunar til þess að undirgrafa trúarlíflð gjörsamlega og fram- leiða þar ólæknanda andlegan sjúlcdóm og dauða. það getr þannig farið illa fyrir þér, maðr, ef þú á þennan hátt meiðir eða særir kristnu trúna þína. Enginn sér þar algjörlega fyrir af- leiðingarnar nema hinn alltsjáandi guð einn. En hitt á hverj- um kristnum manni að vera auðséð, að láti einhver hið huggun- arríka undr Krists upprisu týna.st burt úr meðvitund trúar sinnar, slái einhver stryki vantrúarinnar yfir vort biessað páska-evangeltum, þá þýðir það í andlegu tilliti hið sama fyrir hann eins og það myndi þýða fyrir líkamlegt líf hans, ef stung- ið væri spjóti í hjarta bans eða kúlu skotið í gegnum heilahans. því að þaö sem heilinn og hjartað er á meðal limanna eða líf- fœranna á mannlegum líkaina, ]>;ið er uppiásan drottins vors Jesú Krists á meðal hinna ýmsu trúarlærdóma kristilegrar kirkju. Svo prótí þi hver einstakr yðar, sem hingað hefir leitað í drottins hús á þessu páskadagskvöldi, trúna sína og hinar and- legu ástœður stnar með upprisu-erangelíinu drottins vors og frelsara. Ef þú í trú og ást heldr þessu evangelíi föstu í sálu þinni, þá skal myrkr syndarinnar, dauðans og grafarinnar ekki

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.