Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 28

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 28
GO— t‘ram í augu vor út af hinu ýmsa grátlega í jarðlífshögum vor- um, þá er enn fremr sem vér séum með Jesú staddir á fjallinu, þar sem hann grét yfir Jerúsalem; en fjalliS breytist óðar í hei- lagt Olíufjall uppstigningarinnar. I upprisuljósi drottins Jesú þorna sorgartárin brátt og vér förum ósjálfrátt fagnandi aö mœna til hirnins og sálir vorar stíga meö honum tilbiðjandi upp J.angaö, þar sem vér íýrir hans náö vitum aö er vort rjetta föð- urland. 0g svo verðr oss áþreifanlegt, að vér erurn staddir á prédikunarfjallinu drottins, því það óma nú í eyrum voruin óteljandi raddir, sem boða oss, syndugum og náðarþurfa, blíðan boðskap guðlegrar fyrirgefningar og miskunnar. „þegar eg verð hafinn frá jörðu, mun cg draga alla til mín“ — segir Jesús (Jóh. 12,32). Allir hinir lágu staðir guðsbarna lyftast með þeim sjálfum upp og verða í ljósi Jesú upprisu að dýrðleg- um hæðum, sem svo jafnskjótt fœrast nær hinu andlega ijalli, sem vér erum staddir á á páskadaginn, og renna óðar saman við það. Og út frá allri þessari inndælu opinberan getr þá lnð and- lega háfjall, sem páskadags guðspjallið hefir látið rísa upp frá jarðlífsláglendinu og fiogið með öll guðsbörn upp á, ekki annaö en breytzt í virkilegt bœnarfjall fyrir livern einasta kristinn mann. Með öll hin mildiríku fyrirheit hinna heilögu biblíuorða guðs í upprisuljósi páskaevangelíisins getr jafnvel hin væikasta trú og hið brothættasta mannshjarta ekki látið vera að biöja heitt og átakanlega fyrir sér og sínum, mannfélagiuu sínu og kirkjunni sinni, og jafnvel fyrir syndugum og stríðanda mann- heiminum öllum í einni heild — biðja með tilliti til myrkrsins og kvöldskugganna á hinu jarðneska raunalandi líkt og hinir tveir lærisveinar texta vors á kvöldi hins fyrsta páskaaags — biðja til Jesú út af óttanum fyrir því að verða undir dimma nóttina viðskila við hann: Yertu lijá oss, því að kvölda tekr og á daginn líðr! Ef þér, syndugir menn, liafið hann, hinn u[iprisua Irelsara, sjálfan með á pílagrímsförinni, sém eftir er, þá skal sú ferð heppnast, og hvorki kross né kvöl, hvorki sorg né mœöa, hvorki sjúkdómr né fátœkt, hvorki dauðinn né grafarmyrkrið verða yðr til vansælu eða farartálma. Með upprisuljósið drottins yfir sálum yðar skulu allar ófœrur þessa jaröneska lífs verða aö fœr- um og farsælum brautum til eilfs lífs. Amen.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.