Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 17

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 17
—40— Jeg á þann friS, sem ekkert raskaS getur; hanr/ innst í sálu hefur bústaS sinn. þann friS mitt hjarta mest af öllu metur, því, mildi drottiun, þaS er friSur j>inn. Af kærleik friSinn Kristur gefur; meS kærleik, trú og von og friSi hann oss vefur. 4. jan. 1893. ÞtÐING JESÚ UPPEISU. Pkúdikan út af Lúk. 24, i3—35, flutt í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg síðast liðið páska- dagskvöld (2. Apr.) af ritstjóra „Sam.“, J. Bj. *) PáskahátíSin er komin, o<r meS henni oss öllum enn einu ' o sinni á hinni jarSnesku æfi vorri upprunninn hinn dýrSlegasti, bjartasti, fagnaSarríkasti dagr, sem til er á árinu. Hann er svo bjartr, þessi hátíSardagr, aS þó himininn á þeirn degi eðlilega, eins og á öllum öSrum dögurn, geti á þeipi eSa þeim staðnum verið hulinn þykkum skýflóka, allt loftiS alskýjaS, ]tá geta samt augu vor horft í gegn urn hina skýjuðu hvelfing, horft út fyrir gjör- valla heimsvíðáttuna, burt úr tímanum og inn í hina endalausu eilífS, og þar sigrihrósandi og vonglaSir skoSaS guSs dýrð. Hann er svo einkennilega bjartr, þessi blessaði drottins dagr, aS þó aS kvöldsett verSi á honum, eins og öllum öSrum dögum, og nóttin aS honum útlíSanda, eins og á hverjum öSrum ársins sól- arhring, breiSi sig út yfir láS og lög, þá er vanalegr, tilsettr tími er kominn, þá getr mannsaugaS eins fyrir því liorft út fyrir öll jarSnesk endimörk og í tilbeiSslu og lofsj’ngjanda þakk- læti séS guS almáttugan hátt, hátt uppi í hans eiiífu dýrð. Hún *) Eg var af ýmsum margbeðinn að láta prédikan J/essa, eftir að hún var ný- flutt, koma út á prent í ,,Sam.“ eða öðru vísi. Eg ætlaði þó ekki að verða við þessari áskoran, þangað til nú, er eg heilsufars míns vegna hefi eigi ástœður til að senda neitt í blaðið, er sérstaklega eðr beinlínis sé fyrir það ritað. Svo bciðendrnir fá þá vilja sinn. Gefi drottinn, að þeir og aðrir lesendr ,,Sameiningarinnar“ fá; lesið rœðuna sér til trúarlegrar uppbyggingar. Park River, N. Dakota, 5. Jún. J893. fin Bjarnason.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.