Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 9
—41— virkan dag í vikunni. það er almenn regla í hverjum bæ víðs- vegar um landið. En þá má presturinn elcki hafa mörg önnur störf á hendi Svona ætti það einnig að verða á meðal vor hjer fyrir vestan, og er vonandi að það smáfærist í þá áttina, ef drott- inn sendir fleiri verkamenn í víngarðinn. Samkvæmt ofannefndum skýrslum um messugjöiðir íkirkj- unum á íslandi hafa í einu prestakalli landsins verið fluttar 6 guðsþjónustur árið 1891, í öðru 10, í þriðja 14, í fjórða 15, í fimmta 16 o. s. frv. það eru elcki glæsilegar tölur. Bezt stendur höfuðborg landsins, Reykjavík, að vígi, með rúmar 60 messur á ári. En hvergi finnst oss það koma hrapar- legar fram, hve lítil kirkjuræknin er. þar er heill liópur af guðfræðingum, eins og áður er bent á. En það er ekki hugsað um, eða sýnist ekki vera hugsað um, að hafa guðsþjónusturnar sem flestar, nota kraptana, sem þar eru til að prjedika, lieldur að eins að halda við gömlum vana, flytja eina guðsþjónustu á hverjum helgum degi. í Reykjavíkur söfnuði munu vera eitt- hvað á 5. þúsund sálna. En engum kemur til liugar að vekjamálsá þeirri nýbreytni, að fjölga guðsþjónustunum þar í höfuðborginni um rjettanhelin- ing, hafa messugjörð hvert sunnudagskvöld. Yjer óttumst, að fyrir allt of mörgum íslenzkum prestum vaki sú regla, að prje- dika eins sjaldan og þeir mega, en síður hin reglan, að rtytjaguðs orð eins opt og þeir mega, — vera sífellt að leita að nýjum tæki- færum til að fá að prjedika evangelíum drottins. Og eigi nokkur breyting til batnaðar að verða á hinni hörmulega litlu kirkjurækni i landinu. verður hún að koma frá höfuðstað lands- ins, ]mr sem jiungamiðja hins andlega lífs er. Hún verður að koma frá prestaskólanum. Prestaskólakennararnir verða að ganga á undan. Vjer bentum nýlega á einn mjög merkan og mikils virtan kennara í guðfræði, prófessor Gísla Johnson í Noregi, sem þann, er gefið hefur hið fegursta dæmi í þessu efni og með prjedikunarákafa sínum skapað nýja hreyfing út um allt land, sem orðið hefur til hinnar mestu blessunar. Látum presta- skólakennarana íslenzku með eigin dæmi kenna lærisveinum sínum þá list, að prjedika guðs orð, ekki sem sjaldnast, lieldur sein optast að unnt er. þá mundu þeir sjá um, að optar en eitt sinn á hverjum sunnudegi yrði guðsþjónustugjörð í Reykjavík-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.