Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 22

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 22
—54— aö páskadagrinn með sínum inndæla boðskap um upprisuna diottins Jesú væri allt í einu horfinn burt úr jarðlífstilverunni og kristilegri kirkju. þaS myndi þýða nákvæmlega hið sama fyrir oss kristna menn og mannheiminn í heild sinni eins og eí' sól vor hin náttúrlega væri tekin burt af himninum. þaS yrði aldimmt þá á jarðríki. það yrði andlegr dauði, þar sem nú er kristilegt líf. Dagrinn, sem hófst hjer niðri í lágum jarðarbyggðum með frelsara heimsins, drottni Jesú Kristi, yrði að nótt, jafn-dimmri dauðanótt og grúfði yfir löndum og þjóðum á hinum fornu heiðindómsöldum og grúfir enn yfir, hvervetna þar sern hinn krossfesti og upprisn-i Jesús er mannssálunum enn óþekktr. Hvað var það, sem hinir tveir lærisveinar texta vors á kvöldi þessa hátíðardags kviðu svo sárlega fyrir og fylltust þvílíkrar angistar út af, áðr en hinn óþekkti maðr slóst í för með þeim þar á landsbyggðinni fyrir utan Jerúsalem? þeir kviðu fyrir því, að sú blessuð sól- arbirta, sem þ«ir fengu yfir sálir sínar um leið og þeir í trú, von og kærleika gengu Jesú á hönd sem lærisveinar hans, en sem þeir misstu á svo grátlegan hátt við dauða lians, myndi aldrei aftr yfir þá geta komið. þeir kviðu fyrir nótt vonleysisins, sem óumflýjanlega hefði af því leitt, hefði frelsarinn þeirra og vor aldrei upprisið frá dauðum. Og þessari sömu örvæntingar- nótt mættum vér allir með gjörvallri kristninni kvíða og kveina út af, svo framarlega sem vantrúnni og kristindómshatrinu teekist að slökkva hið guðlega Ijós, sem upprisuevangelíum páskahátiðarinnar forðum kveikti hér á jarðríki og nú eftir allar þessar mörgu aldir lj'sir inn í sálir milíóna af mönnum víðs- '-egar utn löndin meðsömu blessaðri vonarbirtunni einsog í hinum upphaflega smáhópi Jesú lærisveina, þá hvað glaðast, er öll önnur ljós eru útslokknuð. það er stundum spurt að því, hvað í trúa-rlegu tilliti út- heimtist til þess að geta verið kristinn maðr; því það er oftast gengið út frá því, eins og líka rétt er, að þó að sá eða sá maðr- inn hafi rangan skilning á ýmsu í guðs orði biblíunnar og krist- indómsins, hafi að einhverju leyti villzt á ýmsum atriðum trúar- lærdóms vors, þá hljóti hann þó að geta verið kristinn maðr. Auðvitað munu allir vel uppfrœddir kristnir menn hafa hug- mynd urn það, að nálega hver minnsta afbökun á hinu opinber-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.