Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 12
—44— þar sem í því er ýmislegt, sem augsýnilega er tekiðúr Jóhann- csar guöspjalli, þá er þar með frainkomin ein skýlaus sönnun fyrir því, aö sú dýnnæta guðspjallsbók hlýtur að vera eins göm- ul og kirkjan kennir og eptir engan annan höfund en Jóhannes postula. Merkur guðfræðingur einn enskur, sein nýlega hefur ritað um hið apturfundna apokryfiska Pjeturs guðspjall, segir líka, að úr þessu dugi engurn að vefengja ritvissu Jóhannesar guðspjalls, þar sem fyrir henni sjeu nú jafnvel enn sterkai i sann- anir en fyrir ritvissu liinna guðspjallanna. Onnur ensk þýð- ing þessa nýfundna rits eptir prófessor Bernard í Dublin á írlandi birtist fyrir skömmu (24. des.) í blaðinu Sunday School Times, sem út kemur í Philadelphia, og fylgir þar með ritgjiirð eptir þýðandann, þar sem hann meðal annars sýnir, livað hinn óþekkti höfundur hins apokryfiska guðspjalls hefur t.ekið til láns úr hverju einstöku guðspjalli hins nýja testamentis. ' J. Bj. Yið þetta bætist enn einn hinn merkilegasti fundur, sem gjörður hefur verið síðan Tiscii.endorf fann hið merkilega hand- rit af biblíunni í Sínaí-klaustrinu árið 1859. það er handrit af hinni elztu sýrlenzku þýðingu nýja testamentisins, sem fundizt hefur, og það af konu einni. Menn vita enn þá ekki, hvort handrit þetta hefur inni að halda allt nýja testamentið eða ekki. En það hefur að minnsta kosti öll guðspjöllin í heilu lagi. jiað er mjög örðugt aflestrar, eins og búast má við, þar sem það er eitt af hinum svo kölluðu palimpsest handritum. En svo eru handrit þau nefnd, þar sem aðrar bækur hafa verið ritaðar seinna á öldum ofan í eitthvert frumhandrit, eins og opt var gjört, eptir að pergamentið fór að verða svo sjaldgæft.— Sú sýr- lenzka þýðing, sein monnum var áður kunn, nefudist Peschitto; hingað til hefur hún verið álitin lang-merkasta þýðingin, sem til hefur verið af nýja testamentinu. En menn hafa vitað, að til hefur verið önnur miklu eldri sýrlenzk þýðing, sem gjörð hafi verið á 2. öld; af henni hafa verið til fáein brot og annað ekki. það er nú þessi elzta sýrlenzka þýðing, setn fundizt hef- ur, og er vonandi, að hún verði innan skamms gefin út. þannig er sífellt verið að finna ný og ný handrit og er ekki unnt að segja, livað mönnum kann að takast enn að finna.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.