Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 26

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 26
—58— verSa þér hræðilegt, því þá átt þá í andlegri eigu þinni Ijós-*, sem þér er óhætt með að ganga út í dimma nóttina, og það skal verða himnesk friðandi birta yfir jafnvel þyngstu lífsreynslunni í þinni eigin æfisögu og yfir öllum þínum sárustu raunaspurning- um. En sé þetta evangelíum farið, rekið á dyr eða glatað, úr sálu þinni, þá er öll þín trú þar með orðin að engu, og jafnvel það, er þú telr þína œðstu lífsgleði, áðr en minnzt varir orðið þitt hræðilegasta og sárgrætilegasta sorgarefni. Iiétt í því frelsarinn gaf upp andann á krossi sínum á Gol- gata, heyrðu þeir, sem umhverfis krossinn stóðu, þcssi orð af vörum hans: þaö er fullkomnað. Enginn skildi þá, livað í þeiin orðurn lá. þau sýndust þá að eins þýða það, að nú væri loksins Jressar ógrlegu kvalir á enda. En eftir að páskadagsundriö var framkomið og ástvinir hins krossfesta höfðu fengið ljós upp- risunnar yfir sálir sínar, fengu þeir liinn rétta og fullkomna skilning á þeim dularfullu orðum. Allt, sem um hinn fyrir- heitna Messías hafði í ísrael verið spáð í gegnum allar gamla- testamentis-aldirnar, öll fyrirheitin frá almáttugum guði um sending mannkynsfrelsara í fylling tímans, öll hin heiga saga guðs útvöldu þjóðar, allt hið guðlega vonarorö hinna fornu, helgu ritninga og spámannlegu sendiboða — allt var það nú í dauða Jesú á guðlegan hátt staðfest og í hverju einasta smáat- riði fullkomnað. Nú loksins sást það til fulls, hvert allt þetta mikla og leyndardómsfulla í hinni heilögu sögu hafði stefnt. það var nú guðleg birta yfir því öllu saman. Ljósið frá hinni opn- uðu gröf drottins streymdi til baka yfir allar hinar liðnu ald- irnar. Og er það ijós hafði kveikt verið af hendi hins almátt- uga, þá var setn upprisuundrið sjálft bergmálaÖi þetta sama and- láts orð frá hinum deyjanda mannkynsfrelsara: „það er full- komnað." Og bergmáliö ómaði um leið sem spádómr, náandi út yfir allar ókomnar aldir, boðandi það, að þá er uppri-u-evangel- íið ijómaði í hjörtutn trúaðra, þá myndi guð kærleikans líta svo á sem allt það, er lögmál drottins heimtar af syndugum manni, væri fullkomnað fyrir hans sakir, er fyrir syndugt mannkyn dó heiiöguin dauða á krossins tré á Golgata. Eg líkti hinum kristileffu helo'idög'um vorum áðan við f jöliin á yfirborði jarðarinnar og páskahátíðinni við þann f ja.II- tind, er hæst gnæfir í loft upp af öllum vorum jarðnesku fjöll-

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.