Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 11
Sýrlandi á 2. öld, en brátt lcom þaS upp, ai5 ritiö var dekta og sarniö til stuðnings villukenning Dóketa trúarflokks nokkurs, sem kenndi þaö, aö Jesús Kristur liafi ekki haft neinn virkileg- an líkama og þannig ekki verið sannur maður. þriðja ritið er hrot af EnolísbóJc, spádúmsriti vaf'asömu að uppruna, sem til var þegar í fyrstu kristni og af ýmsum var haft í talsvert miklum meturn. Öll ritin eru frumsamin á grískri tungu. Enokshók þessi er meðal annars merkileg fyrir þá sök, að í hana virðist vera vitnað í einu af ritum nýja testamentisins, hrjefi Júdasar, þar sem svo segir: „Um þessa spáði og Enok, sjö- undi maður frá Adam, segjandi: Sjá, drottinn kemur meðsínum heilögu þúsundum til að halda dúm“ o. s. frv. (14. og ló. vers). Að undanteknum fáeinum smábrotum í ritum eins af hinum síðari grísku kirkjufeðrum, hefur Enoksbók síðan í fornöld að eins verið til, svo menn hafi af vitað, í egypzkri þýðing, sem þó var eigi út gefin á prent fyrr en 1853, og sneri útgefandinn henni jafnframt á þýzku, og árið 1882 birtist hún einnig á ensku; og sjest nú á hinu nýfundna gríska handriti af bókinni, að þessi egypska þýðing liefur verið mjög nákvæm. Um hið svo-kallaða Pjeturs guðspjall er það að segja, að biskup einn í Antíokíu, Serapion að nafni, ritaði söfnuði nokkr- um þar á Sýrlandi á 2. öld eptir Krists fæðing aðvörunarbrjef gegn lestri rits þessa, sem hann með rjettu segir að fullt sje af villukenningum. Og er þetta liið helzta, er minnzt er á ritið af rithöfundum fornkirkjunnar. Vantrúaðir guðfræðingar á þýzkalandi hjeldu því um hríð fram um og eptir miðja þessa öld, að hin lcirkjulega sögusögn, sem gengið hefur í kirkjunni síðan snemma á fornöld kristninnar, um það, að Markús hafi ritað guðspjall sitt undir umsjón Pjeturs postula, hafl til orðið út af því, að guðspjall Markúsar sje vafalaust ekkert annað en aukinn samsetningur úr hinu svokallaða Pjeturs guðspjalli, sem, þó að það væri týnt, vitanlegt var um, að aldrei hafði verið ann- að en óekta ýkjurit. Nú sýnir það sig til fulls, er Pjeturs guðspjall þetta aptur er orðið kunnugt, hve fjarri öllum sanni vantrúarstaðhæfing þessi er, því í stað þess að vera sú einfalda frumuppspretta, sem hið stytzta af guðspjöllum nýja testa- mentisins sje runnið út frá, sýnir það sig að vera býsna marg- brotinn samtíningur úr guðspjöllum vorum öllum fjórutn. Og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.