Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.06.1893, Blaðsíða 16
—4S— aS neinu leyti honum að kenna, aö sá fyrirlestur hefur ekki komið fyrir almenningssjónir, heldur eru til þess aðrar ástæður. Um þetta ágreinings-atriði hefði öllum verið kært að heyra síra Helga tala, — hann, sem um svo langan tíina hefur borið ægis- hjálm af öðrum íslenzkum guðfræðingum. En öllum er kunn- ugt, hvernig hann lítur á þetta mál. Hann fyllir þeirra flokk, sem segja, þegar verið er að ræða um eilífa fordæming: „Hann (þ. e. frelsari vor Jesús Kristur) sagði það sjálfur." það er hon- um nóg. þeir einir vita líka fótum sínum forráð í trúarlegu tilliti, er sagt geta við hvert atriði játningar sinnar: „Hann sagði það sjálfur!“ Jeg tek það fram sem áininning til sjálfs mín ekki síður en annara. Fr. J. Bergmann. S Á L M U R. Eptir síia Lárus Halldórsson. Jeg á þá trú, sem þrótt í þrautum vekur og þrek, að berjast synd og dauöa mót, og alla burtu hræðslu skugga hrekur, og hjarta mínu veitir fulla bót. þá trú mjer gafstu, Jesú góði; þú gróðursettir hana’ á jörð með þíuu blóði. Jeg á þá von, sem von er allri meiri, og vekja fögnuð má í brjósti mjer, að eptir árin færri eða fleiri jeg fái hvíld með ljóssins helgum her. þá von mjer gafstu, son guðs sæti, þú syndugs manns og engla æðsta eptirlæti. Jeg á þann kærleik, aflið lífsins iriesþi, sem eitt fær sigraö dauðans sterka mátt, á himni’ og jörðu hlutskiptið hið bezta, sem helgar, blessar allt með friði’ og sátt. Hjer Jesú Krists um kærleik ræðir, er kærleikann með trú og von í hjörtum glæðir.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.