Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 2

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 2
—162— Tilraun til endrbótar á tíðareglum og öðrum lielffisiðum í kirkjunni á íslandi. Frumvarpið prentaða til nýrrar handbókar, sem lagt var frain á prestastet'nunni í Reykjavík síðastliðið sumar, liggr nú fyrir oss. það er dálítill bœklingr í 12 blaða broti, 82 blað- síður. Handbókarfrumvarpið sjálft nær aftr 4 61. bls. En á þeim 20 blaðsíðum, sem þar fara á eftir, gjörir nefndin (Hall- grímr biskup Sveinsson, séra Valdemar Briem og séra þórhallr Bjarnarson) grein fyrir binum ýmsu nýmælum frumvarpsins. Fyrst er í frumvarpinu nýtt textaval, það er að segja tvær umferðir af guðspjallatextum fyrir nálega alla helgidaga kirkju- ársins. þar næst eru form fyrir opinberum guðsþjónustum í kirkjunni; fyrst almennt guðsþjónustuform, nálega óbreytt frá því, sem verið helir og prentað er framan við sálmabókina íslenzku; þá form fyrir skemmri guðsþjönustu, sem gjört er ráð fyrir að farið sé eftir að eins þá er sérstaklega stendr á; og loks form fyrir hátíðaguðsþjónustum á jólum, nýári, páskum og hvítasunnu, og enn fremr fyrir „aftansöngvum" (kvöldguðsþjón- ustum) á jólanótt og nýársnótt. Næst koma „tónbœnir" eftir prédikan tíu að tölu. Af þeim eru þrjár gamlar (með smábreyt- ingum þó frá því, sem verið befir), nefnilega bœnin í silma- bókinni um blessan orðsins, föstuboenin og kvöldmáltíðarbœnin. Hinar sjö eru nýjar: jólabœn, nýársbœn, páskabœn, hvíta- sunnubœn, skírnarbœn, fermingarbœn og hjónavígslubœn. þá eru form fyrir hinum ýmsu embættisverkum presta, skírninni, fermingunni, útdeiling kvöldmáltíðarsakramentisins bæði í kirkju og heimahúsum (þjónustu sjúklinga), hjónavígslu, greftr- an framliðinna, kirkjúvígslu, kirkjugarðsvígslu og innsetning presta í embætti. Skírnarformið (almenn skírn, skemmri skírn og staðfesting skemmri skírnar) er langt mál og alveg nýtt. Fermingarformið er söiiiuFiðis að mestu nýtt, mjög mikið fœrt út frá því, sem áðr hefir um langan aldr tíðkazt. Hjónavígslu- formið þar á móti er styttra og einfaldara en áðr; að eins ein hjónavígsluspurning og að eins lesnar greinir úr nýja testa- mentinu. Kirkjuvígsluformið er lengra og liátíðlegra eu áðr, ekki ósvipað því, er hjá oss hetir tíðkazt hér vestra. Ætlazt er til af nefndinni, að kollékturnar fyrir prédikan,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.