Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 7
í staðinn fyrir hið nýja guðspjall, sem nefndin hefir valiö fyrir þann dag (Jóh. 8, 12—19), vildum vér heldr með norsku kirkj- unni kjósa Matt. 4, 12—17 eða Matt 12, 15—21. því megin- hugsan epífaníu-dagsins er : Jesús er Ijós til opinberunar heiðn- um þjóðum.sem að eins kemr fram í fyrsta versi texta þess, er nefndin hefir valið. Væri að eins það eina vers haft fyrir guð- spjall þann dag, þá væri þar ekkert út á að setja. Sam nýju guð- spjöllin hjá Svíum eru ekki lengri. Á sunnudaginn fyrsta í níu- viknaföstu kysum vér heldr fyrir texta Matt. 19, 27—30 (laun lærisveinanna), innganginn til hins gamla guðspjalls (um verka- mennina í víngarðinum), heldr en Matt. 10, 1—15 (upptaln- ing og útsending hinna tólf postula). Á 3. sunnudag eftir páska á betr við Jóh. 17, 1—3 (upphafið á fyrirbœn Jesú áðr en hann gengr út í dauðann) en Jóh.6,22—34 (fyrri hluti rœðu Jesú um himnabrauðið), sein bezt á við sunnudaginn í miðföstu. Á 5, sunnudag eftir páska (bœnar-sunnudaginn, Rogate) ætti sam- kvæmt áðr sögðu að koma sem nýtt guðspjall Matt. 6, 5—13 (sem valiö hefir verið fyrir nýársdaginn) í staðinn fyrir Jóh. 15,18—25. Á 1. sunnudag eftir trínitatis er heppilegri texti Matt. 16,24—27 („Að hverju gagni kœmi það manninum" o.s.frv.) heldr en Mark. 7, 5—16 (fánýti tómra ytri helgisiða). Á 13. sunnud. e. tr. með hinu gamla guðspjalli um hinn miskunnsama Samverja er kaflinn úr fjallrœðunni Matt. 5, 43—48 betr við- eigandi sem guðspjall heldr en Matt. 20, 20—28 (beiðni Salóme fyrir sonum sínurn). Fyrir 6, sd. eftir trínitatis stendr í hinni fyrri textaröð nefndarinnar Matt. 19. 16—30 (frásagan um samtal Jesú og hins unga auðinanns). En fyrir 18. sd. e. trín. er í seinni röðinni valin fyrir texta sama sagan eftir guðspjalli Markúsar. Og af því að nálega eng- in afbrigði eru á þessum tveim útgáfum sögunnar, er þetta ótœkt og hlýtr að vera sett þannig í ógáti. það stendr reyndar í nefndarfrumvarpinu Mark. 19, 17—27, en það er auðvitað prentvilla í staðinn fyrir Mark. 10, 17—27. í Matteusar guð- spjalli eru tvær sögur mjög svipaðar, hvor fyrir sig um tvo blinda menn, sem Jesús læknaði; hin fyrri Matt. 9, 27—31, hin síðari Matt. 20, 29—34. Hina fyrri hetír nefndin valið fyrir texta á 2. sd. e. þrettánda, en hina síðari á 2. sunnud. í föstu. Vitanlega er í sögum þessunr skýrt frá tveirn atburðum,

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.