Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 12
—172— Kaíli úr bréíl frá merkum leikmanni á fslandi suðvestanverffu tiL dóttur lians hér í Vestrheimi.*) Eg veit þig, kæra dóttir, rekr minni til þess frá samtali okkar, þegar þtí fórst til Ameríku, að það var þá sérstaivlega tvennt, er eg óttaðist mest þín vegna—og annarra þeirra, er þangað freri. Fyrst það, að íslenzkan myndi týnast þar; en annað það, að þú myndir eigi geta haldið börnum þínum við kristna trú sökum hinna ýmsu trúarflokka þar. En þessi ótti hjá mér er nú talsvert farinn að breytast og hverfa. Um íslenzku tunguna er eg öruggrar vonar, að hún haldist við eigi síðr framvegis en hingað til, einkum ef hinn fyrirhugaði skóli kemst upp, sem eg óska af alhuga. Að því, er trúna snertir, þá er það ekki ætlan mín, að kristin kirkja hafi ekki óvini við að striða hjá ykkr eins og annarsstaðar. En hitt er líka mín sannfœring, að óvinir kristinnar kirkju hér á landi hatí fjölgað síðan þú fórst, eða meir komið í ljós. Og þess vegna er það álit mitt, að þetta sé minni ástœða á móti fólksflutningum héðan til Ameríku en áðr. Og vil eg leiða nokkur rök að þessu áliti Tnínu. það hefir lengi verið ætlan margra, að^ymislegt trúarrugl hafi átt sér stað í austanverðu norðrlandi fremr en í öðrum héruðum landsins. Hafa nokkrir fœrt þá ástœðu fyrir því, að þar sé meira lesið af trúspillandi útlendum ritum heldr en annarsstaðar. En hvort sero þessi ástœða er rétt eða röng, þá mun hitt vera á talsverðum rökum byggt, að þar hafi meira borið á trúarringli heldr en annarsstaðar í landinu að undan- förnu. En á næstliðnum tíma hafa vantrúaröldur risið upp í ýmsum áttum í blöðum og tímaritum og jafnvel á alþingi. í Keykjavtk hefir kmnið út blað í 13 ár, sem stöðugt hefir flutt greinir, er miða til að rýra álit kristindómsins og tvístra trúarmálefnum. Að öðru leyti er blað þetta vel ritað og fremr skemmtilegt, og þess vegna hefir það haft all-mikla útbreiðslu. Svipaða aðferð hafa fleiri blöð. Á ísafirði kemr út blað og annað á Akreyri, sem bæði hafa sýnt sig í hinu sama. Bæði *) Bréfkaflinn ber það með sér, að hann er ritaðr fyrir nserri því tveim árum.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.