Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 3

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 3
—163— sem veriö hafa aö undanförnu (sérstök stutt bœn fyrir hvern helgidag á árinu) haldist framvegis nálega óbreyttar. Og þær smábreytingar, sem við þær hafa verið gjörðar, eru, eftir því, sem segir í athugasemd frá neíndinni, svo óverulegar, að ekki hefir þótt ástreða til að setja þær í hið nýja handbókarfrum- varp. Vert hefði þó verið einmitt við þetta tœkifœri að grennslast eftir því, hvaðan Pétr biskup Pétrsson tók breyting- ar þær á þessum helgidagabœnum, sem hann setti inn í presta- handbókina frá 1869, og að hve miklu leyti þær kollektur, sem þá voru þegjandi innleiddar í íslenzku kirkjuna, eru frumlegri og eiga betr við lúterska guðsþjónustu en þær, er um langar tíðir áðr stóðu í íslenzku handbókinni. Engin tillaga er af nefndinni borin fram um breyting á formi því fyrir prestsvígslu, sem tíðkazt hefir á íslandi. Og á þá kirltjulegu athöfn er ekki minnzt með einu orði eins og hún væri almenningi safnaðanna með öllu óviðkomandi. Vér hefð- um þó að niinnsta kosti viljað leggja það til, að latínutóninu við það tœkifœri væri framvegis algjörlega sleppt, og enn fremr það, að eiðspjall ]?að, er prestar vinna, sé í þess núgildandi ís- lenzku mynd eða annarri endrbœttri flutt inn í vígsluguðs- þjónustuna. ööfnuðrinn á að vita það greinilega og vera með í því, sem í drottins nafni er heimtað af kennimönnunutn um leið og þeir taka við hinu kirkjulega embætti. Gjörð er grein fyrir því af nefndinni, hvernig nefndar- mennirnir hafa skift með sér verkum. Hallgrímr biskup hefir unnið að hinu nýja textavali, tónbœnunum, altarissakramentis- formunum og enn fremr formunum við greftran, kirkjuvígslu og innsetning presta. í forminu fyrir kirkjuvígslu hefir hann lagað tillögu sína eftir frumvarpi Mynsters biskups í Danmörku. — Séra Valdemar hefir unnið að guðsþjónustuformunum öllum og sömuleiðis þáttunum um skírnina og ferminguna. En hjóna- vígsluformið hefir séra þórhallr samið. Að því er snertir val hinna nýju guðspjallatexta, sent biskupinn hefir gengið frá, þá er frá því skýrt, að hin fyrri af þeim tveim textaröðum sé tekin úr dönsku kirkjunni;— þar hefir nefnilega fyrir nokkru verið lögleitt nýtt aukatextaúrval (ein ársumferð nýrra texta bæði guðspjalla og pistla). Að eins hafa sumir þeir guðspjallatextar þótt of langir, svo þeim hefir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.