Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 9
—169— ok ef þeir menn koma út hingat, er þann siS bjóða, þá skal ek þat vel flytja.'* Ef a8 því er spurt, hverju haldi kristindómrinn hafi náð á sannfœring og hjartalagi íslendinga, þá vegr þessi eini dráttr í sögunni meir en öll frásögnin um tilslökunar-til- lögu þá, er þorgeir Ljósvetningagoði bar fram á alþingi til þess að miðla málum milli kristinna manna og heiðingja. Sars dvelr við þá máiamiðlan með hinni mestu ánœgju og beitir henni sem sönnun fyrir því, að kristnitakan hafi verið allsendis einskis- virði í trúarlegu tilliti. það, sem nú var tilfœrt úr Njálssögu, ber þess vott, að það, sein œðst og göfgast var til ( sálarlífí ís- lands, hneigðist í kristindómsáttina og þráði þangað. þess vegna fetuðu þá líka svo margir af beztu mönnum landsins brátt eins og af sjálfu sér í fótspor Njáls. því að sjálfsögðu höfðu allir menntamenn þeirrar aldar talsverða hugmynd um hina nýju trú, þó að hún hefði ekki enn þá beinlínis til þeirra náð. þangbrandr er, ef til vill, liinn ofstopafyllsti af trúboðum þeirrar tíðar. Eins og herra hans Ólafr Tryggvason í Norvegi setti hann sér það fyrir að sýna, að kristinn riddari stœði að að engu leyti hetjum heiðninnar að baki. En svo fús og fljótr sem hann var til þess að leggja fram áþreifanlega sönnun fyrir því, að Kristr gjörði sína menn fullt eins vopndjarfa eins og hinir fornu Æsir, þá var þó jafnvel fyrir honum ekki sverðið aðalatriðið. þangbrandr var trúboði. Hann kom til íslands við annan mann. Og svo fullkomið frelsi sem hann tók sér til þess að skora á heiðingja til hólmgöngu og fella þá á þann hátt einn eftir annan, þá liggr þó í hlutarins eðli, að hugsanin var ekki, þá er svo stóð á, að snúa fólki til kristinnar trúar með of- beldi. Hann ferðaðist sveit úr sveit og „boðaði kristna trú“_ eins og hvað eftir annað er að orði komizt um hann, og hrakti áhangendr hins forna átrúnaðar, mælti þeim á móti. Og margir beztu menn og voldugustu höfðingjar létu fúsir skírast af hinni hraustu hendi hans. Og hvað sýnir málamiðlan þorgeirs Ljósvetningagoða ? í rauninni ekki annað en það, að öllum hugsandi mönnum á ís- landi, hvort sem þeir voru heiðnir eða kristnir, var það augljóst, að kristnin, enda þótt í minna hluta væri að áhangendatölu, var að andans afli heiðninni miklu yfirsterkari og hlaut óhjákvæmi- lega að bera sigr úr býtum. Og stór-virðingarvert er það þá

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.