Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 4
-—164— veríð skift í tvennt, og seinni partrinn svo verið ánafnaðr ein- hverjum öðrum helgidegi í hinni síðari nýju guðspjallatextaröð, sem að öðru leyti er tekin úr norsku kirkjunni. Lúterska kirkjan í Norvegi (og Svíþjóð) helir nefnilega líka í seinni tíð fjölgað helgidagatextum sínum, bœtt við tveimr heilum textaröðum fyrir allt árið, tvennum nýjum guðspjöllum og tvennum pistlum. Handbókarnefndin íslenzka liefir nú ekkert átt við fjöigan pistiltextanna. En norsku guðspjallatextana nýju, það af þeim, sem er umfram dönsku textana, hefir hú'n að all-miklu leyti notað í hina síðari textaröð sína. Hinar tvær nýju guðspjallatexta-raðir norsku kirkjunnar standa í 2. árgangi „Sam.“ (Maí 1887). þegar á allt er litið, virðist oss norska kirkj- an hafa verið heppnari í sínu textavali en hin danska. Og er þetta þó auðvitað ekki svo að skilja, að ekki sé í sjálfu sér eins mikið varið í texta þá, er Danir hafa valið, eins og hina, að svo miklu leyti.sem þeir eru aðrir, heldr þannig, að þar kemr kirkju- árshugmyndin enn betr fram. Sú hugmynd er nú vitanlega ekkert stórvægilegt atriði, því síðr að hún sé neitt sáluhjálpar- atriði. En kirkjuárið með þess ýmsu tíðaskiftum hefir á sér göfuga hefðarhelgi í lútersku kirkjunni, og getr, ef réttilega er með farið, stutt að því, að jafnvægi haldist í prédikaninni og hinni opinberu guðsþjónustu yfir höfuð að tala á milli hinna ýmsu atriða guðspjallasögunnar og trúarjátningarinnar, stutt að því, að ekki verði sumum kristilegum trúargreinum haldið einstrengingslega á lofti í kirkjunni 4 kostnað annarra jafn- mikilsverðra trúargreina. Og svo lengi sem kirkjuárshug- myndinni á annað borð er haldið,—og annað hefir enn þá ekki komið til tnála meðal lúterskra manna í nútíðinni,— þá er nauðsynlegt, að þeir kafiar úr guðs orði, sem valdir eru fyrir standandi guðsþjónustulexíur og prédikunartexta í viðbót við hina fornu texta, er tíðkazt hafa frá alda öðli í kirkjunni, sé að efninu til í sem mestu samrœmi við þetta eldgamla textaval. því hinir gömlu textar, og þá sérstaklega guðspjöllin gömlu, ráða vitanlega tímaskifting kirkjuársins. En skiftingin er þessi: Fyrst er aðventutíðin, þar næst jólatíðin, j?á epífaníw-tíðin (sunnudagarnir eftir þrettánda), þá föstutíðin (að meðtölduin hirium tveim níuviknaföstu sunnudögum á undan hinum eigin- lega föstuinngangi), þá páskatíðin (ásarnt hvítasunnunni), og

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.