Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 6

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 6
—166— nefndin segir, að hiS gamla guðspjall íslenzku kirkjunnar eigi ekki við guðspjallstáknan almanaksins; því allt frá árinu 1890 hefir í íslenzka almanakinu, sem út er gefið í Kaupmannahöfn, allt af staðið við þann sunnudag: „Barnamorðið í Betlehem", en ekki eins og áðr (samkvæmt danska almanakinu): „þá er Herddes var dauðr“.—Gamla guðspjallið hefir nefndin sett inn í sína fyrri nýju guðspjallaröð fyrir sama sunnudaginn, en þó hœtt framan við það 3 versum. Réttast þœtti oss, að fylla gamla guðspjallið þannig út, að það næði yfir allan kaflann: Matt. 2,13—23 (flóttann, harnamorðið og heimkomuna),—þann- ig er það hjá þjóðverjum og ensk-lútersku kirkjunni hér í Ameríku,—og velja svo tvo nýja aukatexta. Aðalguðspjall sœnsku kirkjunnar (hið gamla) fyrir þennan sunnudag er kafl- inn í Matt. 3, 13—17 um skírn Jesú, sem hjá oss hefir verið guðspjall sunnudagsins í föstuinngang. Og með tilliti til þess hafa í sœnsku kirkjunni verið valdir þessir nýir aukatextar: Jóh. 1, 29—35 og Matt. 3, 11—12. Hinn fyrra af þessum auka- textum Svía hefir íslenzka handbókarnefndin valið sem nýtt guðspjall fyrir sunnudaginn milli nýárs og þrettánda, og stingr því að efni til alveg í stúf við það kirkjulega mark, sem sá dagr hefir hjá oss samkvæmt hinu gamla guðspjalli voru. Aftr á móti er kaflinn í Lúk. 12, 32—34 („Vert ekki hrædd, litla hjörð“ o. s. frv.), sem norska kirkjan hefir valið, mjög vel eig- andi við einkunn dagsins. Kaflinn Lúk. 3, 1—6 (framkoma Jóhannesar skírara), sem valinn hefir verið fyrir nýtt guðspjall á 2. sd. í aðventu, á betr við á 3. sd. í aðv. (eins og í norska textavalinu). í síðari texta- röðinni nýju fyrir sunnudaginn milli jóla og nýárs stendr Matt. 12, 46—50 (það, sem Jesús sagði, þá er móðir hans og brœðr óskuðu viðtals við hann), og kunnum vér ekki við þann kafla sem lexíu fyrir þann dag, seinasta sunnudag ársins. Miklu betr ætti við þann dag Lúk. 1, 68—75 (lofsöngr Sakarí- asar), sern líka er í norsku textaröðinni við hliðina á Lúk. 2, 25—32 (lofsöng Sfmeonar). Á nýársdag er Lúk. 13, 6—19 (hið ófrjósama fíkjutrél heppilegri texti en Matt. 6, 5—13 (um hœn- ina), sem betr ætti við 5. sunnudag eftir páska Réttilega hefir nefndin komið með hið gamla guðspjall á þrettánda (Matt. 2, 1—12), epífaníu-guðspjallið (komu austrlenzku vitringanna); en

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.