Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 14

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 14
-174- og fleira þessháttar. Eii mörgum þykir eftirtektarvert, að í greinum þessum er rœkilega sneitt hjá því að nefna trú og kristindóm, ekki nefnt, að þörf sé á að innrœta börnum neitt þessháttar, né heldr að hjónum sé þörf á slíkum hugsunum viðvíkjandi sainbúð, efnahag, heimilisstjórn eða öðru. Góðum konum þykir þetta galli á blaðinu og furðanlegra af því að útgefandi þess er kona. Að eg nefndi alþing í þessu sambandi kemr af því, að mér skilst á rœðum og tillögum sumra þingmanna, að þeim inönnum sé þar smásaman að fjölga, sem láta sig litlu skifta ástand kirkju og kristindóms. Síöasta þing tók upp í fjárlögin skáldlaun handa manni, sem öllum öðrum fremr hefir um næstliðin ár beitt skáidskapargáfu sinni til þess að óvirða kristindóminn og rýra áhrif hans. Einn þingmaðr andmælti fj&rveiting þessari af þeirri ástœðu, að hlutaðeiganda skáld hefði farið illum orðum um trúarbrögðin og sært með því tilfinning kristinna manna o. s. frv. Ætla mætti, að þetta hefði verið prestr, en það var ekki. þingmaðrinn var læknir. Aftr á móti var það prestr, sem svaraði þessu á þá leið, að hann vildi ekki neita því, að sumt í kveðlingum skáldsins hefði sært tilfíuningar sínar, en skáldskapr hans væri sér þó svo ánœgjulegr, sérstaklega sökum þess, hve mikil m'dfegrð kœ.ini þar fram, að hann gæti eigi annað en verið rneð fjárveitingunni. þessi ummæli þingmanns- ins geta naumast skilizt ööruvísi en svo, að særandi orð um trú og kristindóm sé að minnsta kosti afsakanleg og veröskuldi laun af almennings fé, ef þau að eins eru klædd í glæsilegan búning. Af íslenzku blöðunum hér heima, sem nú koma út, eru að eins þrjú laus við vantrúarrugl. Auk þeirra er þó „Kirkju- blaðið“, sem beinlínis er gefið út til að vera málgagn kirkj- unnar. En þar þykir sumum kenna fleiri grasa og meiri mála- miðlunar en œskilegt væri. þá er og nýbyrjað blaðið „Verði ljós!“, sem eftir því, hvernig það hefir farið á stað, lítr út fyrir að muni verða alvarlegt og ákveðið trúvarnarrit. Minningarrit timmtíu ára afmælis prestaskólans á íslandi var gefiö út í Reykjavík í haust. í því er 1. kennaratal með

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.