Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 15
stuttum æfiágripum allra þeirra manna, sem kennt hafa viS þá menntastofnan í þessa hálfu öld, sem hún hefir staðið, og mynd- um af öllum föstu kennurunum, þeim sömu, sem „Yerði ljós!“ kom áSr með; 2. kandídatatal, eða meS öSrum orðum skrá ytii nöfn og stöSu allra þeirra (238), sem útskrifazt hafa af presta- skólanum á þessu tímabili, svo og fœðingardag hvers þeirra fyrir sig, stúdentsár, vitnisburð frá báðum skólum, og loks dauðadag þeirra allra, sem dánir eru ; 3. skýrsla um prestaskól- ann fyrir tvö síðustu árin 1895—6 og 1896—7 (aS eins ein slík skýrsla hefir áðr komiS út, 1856 fyrir 8 fyrstu árin). Og loks eru 4. júbílljóS eftir séra Valdemar Briem, flokkr í fjórum þáttum, orktr fyrir tœkifœrið, og voru þrír þættir ljóða þessara sungnir á minningarhátíðinni, sem haldin var í prestaskólahús- inu í viðrvist nálega 60 manna, svo margra, sem þar geta kom- izt fyrir. Frá sjálfu hátíSarhaldinu skýrir „KirkjublaSið" (í Októbei-númerinu). Og þar eru prentaðar tvær rœður, sem þá voru haldnar, önnur af Hallgrími biskupi Sveinssyni, en hin af séra þórhalli Bjarnarsyni, forstöðumanni prestaskólans- Minnitigarhátíðin fór fram 1. Okt. um leið og skólastarfið byrjaði fyrir þennan vetr. TJndarlegt má það virðast, að hátíSin skyldi ekki vera haldin í kirkjunni í Reykjavík, svo almenn- ingr boejarins fengi tœkifœri til aS vera þar viðstaddr. þaS hefði gjört athöfnina miklu hátíðlegri.—Séra þórhallr lektor hefirséS um útgáfu minningarritsins, en kandídatatalið er eftir sóra Jón Helgason. í fyrra kom út minningarrit fimmtíu ára afmælis „lærða“ skólans í Rvík, og er sarna gjörS á báðum ritunum. -----o<>c^í---------- Prógramm árslokahátíðarinnar, sem sunnudagssköli Fyrstu lút. kirkju í Winnipeg hélt að vanda síðasta sunnudagskvöld ársins (2. jóla- dag), var þetta: 1. Vanalegr introitus (með sálmasöng, bihliulestri og bœn). 2. Ávarp frá einum lærisveini skölans. 3. Hösanna (enskt, ineð ísl. orðum), sungið af drengjum og stúlkum. 4. Söngr (,,Ó, dvel, þegar degi hallar“, eftir Ingemann, þýðing Matt. Jokk.): eldri stúlkur. 5. Solo (,,í hug hans var sölskin“,eftir E. Hjörl., dansktþjóðlag): stúlka. 6. Söngr („Beautiful the little hands“): stúlkur og drengir. 7. Söngr („Hljöða nótt“, eftir Bjarna Jónsson): smábörn. 8. Söngr („Sunnudags- morgun“, þýðing úr ensku eftir Sig. J. Jöh.; lagið þýzkt, eftir Abt): drengir. 9. Ávarp frá forstöðumanni skólans, presti safnaðarins. 10. Söngr (,,Jólasólin“ eftir E. Hjörl.; lagið þýzkt, eftir Klauwell): stúlkur

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.