Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.01.1898, Blaðsíða 11
—171 - Tiyggytison hafi í kristilcgu tilliti staðið hátt. Til þess höfðu þeir of lítið lceDnt hins sunrlrkramda anda kristinnar trúar, dtta hennar og andvara. En það var einmitt það, sem Ólafr hinn helgi hafði reyut. Og hann varð fyrir þeirri reynslu þegar í œsku, þá er hann fann til þess, að hann með lífi víkingskaparins stofnaði sál- arheill sinni í hættu,og vildi fyrir þá sök leggja á stað til lands- ins helga og gjöra yfirbót. En þö enn þá miklu meir á síðustu dögum æfi sinnar, þá er hann í Garðaríki gekk í gegnum eld- raun efasemdanna. þá er hann nokkuð meira en kappi, sem fyrir kraft kristinnar trúar veit sig eins sterkan og nokkra heiðna hetju. Hin nýja hugsjón kristindómsins skín þá út úr gjörvadri persónu hans: hinn sundrkramdi andi, sem fengið hafði meira en jarðneska lækning og uppreisn. Ekki missti liann karlmennskuna og hreystina við þessa breyting. Enginn barðist á Stiklastöðum eins og hann, segir skáld það,1) er barðist þar við hlið hans. Og ekki var að eins hann einn af köppunum með sundr- krömdum anda. Arnljótr var beygðr og brotinn, þá er hann ekki lengr fann fullnœgju í trúnni á sinn eigin mátt og megin. Björn stallari var maðr andlega brotinn, þá er hann hvarf til Garðaríkis frá Norvegi, varpaði sér fyrir fœtr konungi og lagði allt á vald guðs og hans. Sighvatr skáld hefir og vissulega verið brotinn, þá er hann lét konung og vini sína eftir og lagði á stað til Rómaborgar. Brátt var einnig þórir hundr eins far- inn andlega og á leiðinni til landsins helga. Og svo gekk sama sársaukatilfinningin í gegnum alla þjóðina, er mönnum varð það ljóst, að þeir höfðu bakað sér reiði guðs með því að deyða hinn helga konung. En ekki skein hin kristilega auðmýkt sundrmarins hjarta eins sterklega út úr persónu nokkurs annars eins og þessa kon- ungs. 0g svo var það þá líka hann, en ekki nafni hans Ólafr Tryggvason, sem fyrir þessa sök varð þjóðardýrðlingr hinna stórlátu Norðmanna. Og ekki var hann hafinn til þeirrar tign- ar með neinu páfaboði. það var eingöngu hinn norrœni þjóðar- andi, sem því réð. 1). Þormóðr Kolbrúnarskáld.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.