Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1900, Síða 3

Sameiningin - 01.08.1900, Síða 3
5. fundr, sama dag^kl. 2 e. m. Sungin tvö vers af sálminum 303. Samkvæmt tillögu frá séra Jónasi A. Sigurössyni var Gunnlaugi Pétrssyni frá Pembina veitt málfrelsi á þinginu. Skólamálið var þá tekiö fyrir. Stefán Eyjólfsson bar fram tillögu um aS 5 manna nefnd væri sett í málið. Stutt og samþykkt. Séra Rúnólfr Marteinsson lagði til, að forseti væri einn nefndarmaðrinn ; stutt og samþykkt. Forseti útnefndi hina fjóra : séra Jónas A. Sigurðsson, séra Björn B. Jónsson, W. H. Paulson og Ólaf S. Jiorgeirsson. Útgáfa nýrrar sálmabókar. pað mál var nú tekið fyrir. Séra Jón Bjarnason gjörði grein fyrir því, að enn þá væri ýmsir hængir á útgáfu nýrrar sálmabókar handa ísl. kirkjunni hér. Kostnaðr við útgáfu slíkrar bókar — með söngnótum — yrði fjarska mikill. Bókin yrði því langt um of dýr til þess hún seldist greiðlega. Ef bœta ætti nýjum sálmum inn í bókina og hún, þannig breytt, yrði innleidd í söfnuðum kirkju- félagsins, þá yrði það allt, sem safnaðarfólk vort á nú af sálmabókum, nálega ónýtt; enn fremr þess að gæta, að guðsþjónustuform vor hin nýju, sem farið er eftir í sumum söfnuðum vorum, eru engan veginn svo úr garði gjörð, að rétt væri að setja þau eins og þau eru í sálmabókina.—Að endrskoða sálmabókina til hlítar tekr mikið verk og mönnum, sem búa fjarri hver öðrum, er mjög ervitt að ná saman til nauðsynlegrar samvinnu að því starfi. Séra Björn B. Jónsson lagði til, að nefndin í sálmabókar- málinu frá í fyrra sé endrkosin til að hafa málið til meðferð- ar framvegis. Stutt og samþykkt. Séra Jónas A. Sigurðsson bar fram svo hljóðandi tillögu: ,,Kirkjuþingið felr nefndinni að stuðla til, að samvinna komist á milli hennar og handbókarnefndarinnar á íslandi. “ Bjarni Jóhannsson studdi. Samþykkt. Næsta máli á dagskrá, ,,Sameiningin“, frestað þar til fé- hirðir gæti lagt fram reikning blaðsins.

x

Sameiningin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.