Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1900, Page 11

Sameiningin - 01.08.1900, Page 11
9i Við nefndarálitið gjörði Stefán Eyjólfsson þá breytingar- tillögu, að árslaun kennarans væri $1000, í staðinn fyrir $900. Klemens Jónasson studdi. Samþykkt. Jósef J. Myres gjörði þá viðauka-tillögu, að fáist ekki séra Friðrik J. Bergmann til að taka köllun þingsins, sé skólamáls- nefndinni falið að reyna að fá annan mann til starfsins. Dr. M. Halldórsson studdi þá tillögu, og var hún samþykkt. Nefndarálitið var svo með áorðinni breyting borið undir atkvæði og samþykkt í einu hljóði. Stefán Eyjólfsson lagði til, að kosnir væri tveir menn til að yfirskoða reikninga skólasjóðs. Jón þórðarson studdi til- löguna, en málinu var frestað. Fundi slitið. 11. fundr, 25. Júní kl. 9 f. m. Fyrst var sunginn sálmrinn nr. 512; síðan las séra Jón J. Clemens kafla úr ritningunni og flutti bœn. Fjarverandi voru séra Friðrik J. Bergmann, séra Jónas A. Sigurðsson, séra Rúnólfr Marteinsson, séra Oddr V. Gísla- son, Stefán Eyjólfsson (farinn af þingi), Jóhannes Einarsson og Gunnlaugr E. Gunnlaugsson. G. B. Björnsson bar fram tillögu um,að kosning yfirskoð- unarmanna skólasjóðs-reikninganna væri frestað j?ar til eftir að skólamálsnefndin væri kosin. Stutt og samþ. Tómas Halldórsson lagði fram yfirskoðaða reikninga ,,Sameiningarinnar“. Agrip þeirra er þetta :—-Tekjur á árinu $484.80; útgj. borguð $484.80 (þar af prentkostnaðr $426.70); skuldir alls $28.62 (þar af við prentfélag ,,Lögbergs“ $23.12). Utistandanda á blaðið um $1,500. Samkvæmt tillögu Bjarna Jones, studdri af Jóni þórðar- syni, voru reikningar ,,Sam. “ samþykktir. Bjarni Jones lagði til og G. B. Björnsson studdi, að skólamálsnefndin frá síðasta ári (Magnús Paulson, séra Björn B. Jónsson, séra Jónas A. Sigurðsson, Sigtryggr Jónasson og Friðjón Friðriksson) væri endrkosin. Tillagan var sam- þykkt í einu hljóði. Guðmundr P. þórðarson kom með tillögu um, að nú

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.