Sameiningin - 01.08.1900, Page 12
92
Væri kosnir tveir yfirskoSunarmenn skólareikninganna. Stutt
og samþykkt.
Kosnir voru samkvæmt tillögu Bjarna Jones þeir dr.
Brandr J. Brandsson og Wilhclm H. Paulson.
Séra Björn B. Jónsson bar fram tillögu um, aö sömu
mönnum væri falið á hendr að yfirskoða alla næsta árs reikn-
inga kirkjufélagsins. Stutt og samþykkt.
Bjarni Marteinsson lagði til, að forseta væri falið á hendr
að útnefna mann eða menn til að yfirskoða reikningana, ef
annarhvor eða báðir þessir menn forfallist. Stutt og samþ.
Séra Björn B. Jónsson lagði fram svo látandi skýrslu og
tillögu frá standandi nefndinni í sunnudagsskólamálinu :
Vér, sem á kirkjuþingi í fyrra vorum kosnir í nefnd til að annast
um sunnudagsskólamál kirkjufélagsins og undirbúa sérstakan fund út
af því í sambandi við þetta kirkjuþing, leyfum oss að skýra frá því, að
vér höfum með útgáfu sunnudagsskólablaðsins ,,Kennarinn“ og á ann-
an hátt leitazt við að halda sunnudagsskólamálinu í svo góðu horfi sem
vér höfum getað, og að vér, eins og þinginu er kunnugt, gjörðum nauð-
synlegan undirbúning undir fund þann, er hér í þinginu var haldinn að
kvöldi hins 22. þ. m. En vér viljum fá að taka það hér fram, að það
var oss mjög ógeðfellt, að þingið tók af oss ráðin og gjörði fundinn að
reglulegum þingfundi, en ekki almennum fundi fyrir alla starfsmenn
sunnudagsskólanna eins og vér höfðum boðað til og auglýst.
Vér ráðum þinginu til að kjósa á ný nefnd til að hafa málið með
höndum næsta ár, og að sú nefnd, í samráði við forseta kirkjufélagsins,
undirbúi almennan fund og komi honum á fyrir alla starfsmenn sunnu-
dagsskóla vorra í sambandi við næsta kirkjuþing. og sé sá fundr ekki
venjulegr þingfundr, heldr sé þangað boðið öllum þeim, sem starfa að
sunnudagsskólahaldi í söfnuðunum eða láta sér annt um það mál.
Björn B. Jönsson, Jón J. Clemens,
Bjarni Marteinsson, HalldörS. Bardal.
Nefndarálit þetta var borið undir atkvæði og samþykkt.
Bjarni Pétrsson lagði til, að nefndin í sunnudagsskóla-
málinu (séra Björn B. Jónsson, séra Jón J. Clemens, dr.
Brandr J. Brandsson, Bjarni Marteinsson og Halldór S. Bar-
dal) sé endrkosin. Stutt og samþykkt.
Sameiningin.
G. B. Björnsson bar fram tillögu um, að útgáfunefnd
,,Sameiningarinnar“ væri endrkosin. Stutt og samþykkt. I
nefndinni eru: séra Jón Bjarnason, séra Jónas A. Sigurðs-