Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1900, Page 18

Sameiningin - 01.08.1900, Page 18
98 Minning kristnitökunnar á Islandi fyrir níu ölduna. Aö kvöldi sunnudagsins 24. Júní var í kirkju Selkirk-safn- aðar haldin sérstök hátíðarguðsþjónusta út af kristnitöku for- feðra vorra á íslandi fyrir níu hundruð árum. þann sama dag—á Jónsmessu—var kristni einmitt leidd í lög á alþingi íslendinga árið 1000. Séra Jón Bjarnason flutti við guðs- þjónustugjörð þessa í Selkirk prédikan til endrminningar um hátíðaratburðinn og hafði fyrir texta Matt. 13, 33 (dœmisög- una um súrdeigið). Sú rœða verðr hér prentuð. í Fyrstu lútersku kirkju í Winnipeg prédikaði séra Frið- rik J. Bergmann sama sunnudaginn bæði að morgni og kvöldi, og við kvöldguðsþjónustuna þar prédikaði hann sérstaklega út af kristnitökunni. Texti hans var Hebr. 8, 10 (,,En sáttmáli sá, er eg hér eftir mun semja við Israels fólk, skal vera á þá leið, segir drottinn, að eg mun gefa mitt lögmál í þeirra hug- skot og grafa það í þeirra hjörtu, og eg skal vera þeirra guð, og þeir skulu vera mitt fólk“). í Tjaldbúðinni í Winnipeg prédikaði séra Rúnólfr Mar- teinsson þennan sunnudag að morgni, en séra Jónas A. Sig- urðsson að kvöldi, og var sú prédikan til minningar um kristnitökuatburðinn. Hann hafði fyrir texta Esek. 37, 1 — 14, sem segir frá vitran spámannsins um beinadalinn. I texta þessum lagði hann þó einkum út af þessum orðum í 3. v. : ,,Munu þessi bein nokkuð geta lifnað við?“—og 5. v. : ,,Svo segir drottinn alvaldr til þessara beina: Eg vil láta lífsanda koma í yðr, og þér skuluð lifna við. ‘ ‘ Prédikanir þeirra séra Friðriks og séra Jónasar út af því að þjóð vor hefir nú notið blessunar kristindómsins í níu aldir birtast væntanlega á prenti á sínum tíma. En kristnitökunnar var einnig beinlínis minnzt á kirkju- þinginu. Eins og þingtíðindin bera með sér var af þar til kjörinni nefnd samið ávarp til móðurkirkju vorrar á Islandi út af því að þjóð vor hefir svona lengi átt því láni að fagna,að eiga guðs orð kristindómsins í eigu sinni. ‘ Og eftir að ávarp- ið hafði af þinginu án breytinga verið samþykkt í einu hljóði

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.