Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.08.1900, Page 20

Sameiningin - 01.08.1900, Page 20
fólgin, að lifa andlegu samlífi með Jesú Kristi, mannkynsfrels- aranum,—þeir allir, sem ekki geta hugsað um sjálfa sig öðru vísi en sem glataða menn, ef þeir fyrir einhver ill örlög yrði frá honum slitnir,—þeir allir, sem í sannleika trúa á hið al- þekkta, ógleymanlega orð hans: ,,Eitt er nauðsynlegt“,— þeir allir geta líka fyllilega skilið, hve ómetanleg náðargjöf j?að hlýtr að hafa verið fyrir forfeðr vora sem J>jóð að fá til sín kristindóminn á löngu liðinni öld. Menn myndi skilja það, þótt þeir Væri með öllu ófróðir um sögu þjóðarinnar bæði fyrir og eftir kristnitökuna. Allir kristnir menn myndi ganga út frá því sem sjálfsögðu, að það, sem þeir persónulega hafa reynt sér verða til mestrar blessunar, kristindómrinn, hafi einnig hlotið að verða þjóðinni í heild sinni til hins sama, ó- metanlegrar, drottinlegrar hamingju. En svo er nú hins vegar góðum guði fyrir það að þakka, að allr þorri íslenzkrar alþýðu hefir náð að komast yfir svo mikla sögulega þekking á hag forfeðra vorra úti á Islandi, að menn vita líka beinlínis með fullkominni vissu úr þeirri átt, að það var alveg framúr- skaranda heillaspor, sem þjóð vor til forna sté með kristni- tökunni. það er kunnugra en frá þurfi að segja, að tíminn allr, sem leið frá landnámi íslands til kristnitökunnar, var fyrir þjóðina í heild sinni mjög kuldaleg, dimm og grimm nætrtíð. Hin villta víkingslund, harðneskjan, hefndargirnin var þá al- ráðandi. Oss er að vísu unaðr að hugsa um hreystina og hugrekkið, sem kemr fram svo glæsilega hjá hinum heiðnu köppum þeirrar fornaldar. Og vér gleymum því ekki, að það er líka þá til göfugr drengskapr hjá ýmsum þeirra forn-íslenzku höfðingja. En þegar vér hugsum um það, að lang-mestr hluti þjóðarinnar er þá ánauðugir þrælar, án allra mannrétt- inda, og í annan stað um það, að höfðingjarnir, frjálsu menn- irnir, geta aldrei á sárs höfði setið hver við annan, að alls- staðar logar ófriðareldrinn, að vígaferlin og hryðjuverkin eru eins og daglegt brauð, að landið allt fiýtr í blóði, og aðal-trú manna er trú á sinn eigin mátt og megin, — þá getum vér ó- mögulega litið á þá heiðnu öld öðruvísi en sem nótt — ömur- lega, nálega stjörnulausa, helkalda vetrarnótt. En með

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.