Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 9

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 9
137 inu, sem á öörum staðnum er silfrgrátt, en á hinum sem gull aö lit. En ekki get eg látiö mér til hugar koma aö lýsa útsýninu hér í þessu stutta máli. Eg segi hér ekkert um ána, Yellowstone River, svo fögr sem hún er; ekkert um lœkina, sem hvervetna buna eftir giljunum, og ekkert um silunginn í ánni og lœkjunum; stööuvatninu fagra þarna upp í fjöllunum, Yellowstone Lake, og gufuskipsferöinni eftir því sleppi eg. Ekki heldr mmnist eg neitt á dýrin í Yellowstone Park; minn- ist jafnvel ekki á nafna mína, birnina, sem voru svo gæfir og góölyndir og stóöu kyrrir fáa faöma frá okkr meöan við vorum að taka myndir af þeim. En ómögulegt er að minnast svo á Yellowstone Park, að maör ekki geti um heitu laugarnar, hverana og geysana. I þessum undraheimi, Yellowstone Park, eru yfir 4,000 sjóð- andi hverar og 100 geysar. Heil svæöi eru þar, þar sem allt vellr og sýðr. Sumsstaöar eru feikna-stórar skálar, þar sem aur og leðja vella og sjóða. Eru slíkir staðir kallaðir ,,Mud Pools“ (leirhverar). I klettaskálum sér maðr víða kalk- kennda leðju með ýmsum litum vella og sjóða. þær skálar eru kallaðar ,,PaintPots“. En lang-merkilegast er sjálft hið heita, tæra vatn. Hvervetna verða á vegi manns ýmist smá- ar eða feikna-stórar skálar úr allskonar og marglitum málm- tegundum, fullar af tærasta vatni sjóðanda heitu. Eg hefi aldrei séð litadýrð fyrr en eg sá þessa vatnspolla. Sumar þessar ,,skálar“ virtust saman settar úr óteljandi smáögnum; hver smáögn með sínum sérstaka lit. Vatnið var tært eins og tár og svo heitt,að lá við suðu.og var því ávallt eins og titringr á því, en titringrinn virtist ekki vera á vatninu sjálfu, heldr sýndust allar hinar marglitu agnir í börmum og botni skálar- innar iða, og var þvi á að horfa eins og verið væri að hrista óteljandi demanta fast við augu manns. þegar svo sólin glampaði á þessa gimsteina-spegla, þá varð litfegrðin svo dá- samleg og dýrðleg, að henni verðr við ekkert líkt. Regn- boga-litirnir eru ónógir til samanburðar. Enginn málari hefir blandað svo litum; að eins guð og náttúran geta málað svona. — Sumsstaðar sér maðr eins og ,,skálar“ þessar á hvolfi og brotið gat á botninn. Vatnið vellr og sýðr undir skálunum

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.