Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 11
139 spræna. Gjáin víkkar allt af eftir því, sem ofar kemr, og er fjarska breitt milli gjárbarmanna. Veggirnir eru aö sjá sem væri þeir úr kristalli og eru með allskonar lagi og litum og gljá og glitra í sólskininu. Maör gengr fram á klettasnös í gjárbarminum og horfir upp og ofan gjána svo langt sem aug- aö eygir, og þá er eins og blasi við manni allsstaðar í gjár- hlíðunum óteljandi hallir með turnum og portum og kastalar úr gimsteinum og gulli. Tveir voldugir fossar eru í ánni með nokkru millibili þarna í gjánni; er annar hærri en hinn, og þegar horft er eftir gjánni, ber þá hvorn í annan. Neðri foss- inn fellr á fimmta hundrað fet, og er það hin dýrðlegasta sjón í sjálfu sér, en þó miklu meiri sökum litadýrðar gjárinnar, sem blandast saman við dýrð fossins. Ein klettasnösin, sem skagar fram í gjárbarminum og maðr stendr á til að horfa eftir gjánni, heitir ,,Inspiration Point“ (Innblástrs-oddi). það ætti einnig að vera réttnefni, því engin sjón getr hugsazt meir ,,inspirerandi“ en þessi vold- uga, tignarlega, dýrðlega mynd. Eg hefi séð skráðar hugs- anir skálda og spekinga, sem í hug þeirra hafa komið, er þeir stóðu á ,, Inspiration Point“, og nú furða eg mig eigi svo mjög á þeim hugsunum, eftir að hafa sjálfr séð þar dýrðina. Frá þessum stað ritaði mælskumaðrinn John L. Stoddard meðal annars þetta: ,,I dag sá eg gjána miklu í Yellow- stone og hennar margbreytilegu og óviðjafnanlbgu litadýrð. Eg skoðaði kastala hennar og dómkirkjuturna, sem hönd guðs hefir út höggvið, og eg hlustaði á nið hins volduga foss — og mér fannst, að hér hlyti allt takmarkað að tilbiðja, hinn ótakmarkaði að bœnheyra, og öll alvíddin hlusta á“.— Stór- skáldið enska, Rudyard Kipling, kemst svo að orði um gjána: ,,Eftir veggjum gjárinnar. var að sjá sem öldugang óteljandi lita — fagrrauðra, stálgrárra, mjallhvítra, himinblárra og allra annarra lita. Sólskinið tók við þessum litum og bœtti nýjum litum við. — Einu sinni hefi eg séð morgunroðann breiða sig um stöðuvatn í Rajputana og í öðru sinni sólsetrið á Ordney Sagar; en í þetta sini sá eg bæði undrin í ei íu. Gjáin logaði eins og Trójuborg, og sá logi slokknar aldrei, og guði sé lof fyrir það, að hvorki penni né bursti geta málað þessa dýrð

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.