Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 10

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 10
ög spýtist viö og viö upp um gatiS; því stœrri sem skálarnar eru, því hærra spýtist upp úr. þetta er þá kallaö ,,Baby Geysers“ (Geysa-ung-ar), og minnir þetta mig á það, sem mörgum þykir tilkomumest í Yellowstone Park, geysana. Hvergi í heimi eru eins margir geysar saman komnir eins og í Yellowstone Park, og hvergi eru þeir eins stórir eins og þeir stœrstu þar. þeir eru oftast margir á sama staö, en svo langt bil á milli hyggða þeirra. Auövitaö gjósa þeir ekki allir í einu og enginn einn maör getr séö þá alla. Margir geysanna gjósa með reglubundnu millibili, og getr maðr því setið um þá. ,,Excelsior“ heitir stœrsti geysirinn í Yellowstone Park og er hann sagðr stœrstr í heimi. En því miðr lætr hann ekkert á sér bera á síðari árum; hefir ekki gosið svo menn viti síðan 1881. Næstir að stœrð eru þeir ,,Giant“, ,,Giantess“, ,,Beehive“ og ,,01d Faithful11. þeir eru allir sííellt á ferð- inni. ,,Giant“ spýr vatninu 250 fet upp í loftið, ,,Beehive“ 200 fet, og hinir tveir, sem nefndir voru, nálega eins hátt. Öllum þykir víst vænzt um ,,01d Faithful“, því hann ber nafn með rentu og bregzt manni aldrei. Hann gýs nákvæmlega einu sinni á hverri klukkustund. Fyrst heyrast dunur og dynkir niðri í skálinni, þegar hann er að taka sig til; svo fara smámsaman að koma stórar hvítfyssandi gusur af sjóðanda vatni upp úr skálaropinu, og svo allt í einu gýs hann í háa loft, þráðbeint upp í loftið nærri 200 fet. Svona stendr úr honum strokan 5—6 mínútur í einu. Hálfri annarri milíón gallóna af vatni spýr hann í hvert sinn. Smámsaman fer ofsinn í honum að sefast og hann missir mátt sinn, sígur hœgt og hœgt og hverfr ofan í skálina, og er þá borð á henni á eftir. Fjórum sinnum sá eg ,,01d Faithful“ leika leik sinn, og þótti mér ávallt tilkomumeira í hvert sinn. Marga fleiri geysa sá eg í algleymingi, en sleppi að lýsa þeim. Að eins einu undri enn skal eg reyna að lýsa. það er hin mikla gjá—,,The Grand Canyon“. Hún er eitthvað 20 mílna löng, og er varið nærri heilum degi til að skoða hana. Er það þó aðallega um svo sem fjögra mílna svæði, að farið er. þar sem hún er mest er hún hér um bil 1,200 feta djúp, undr mjó að neðan, og rennr þar Yellowstone-áin og sýnist svo lítil

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.