Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 16

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 16
44 1. sd. í aðventu: Esaj. 61, i—4, 6—8, 10—11 —með fyrirsögninni: ,,Nýr konungr í vondri veröld“. 2. sd. í aöv.: Matt. 11, 16—24, 27 — „Konungrinn, sem menn útskúfuðu, verör að síðustu dómari vor“. 3. sd. í aðv.: Matt. 3, 1—12 — ,,Sendiboði konungsins kemr“. 4. sd. í aðv.: Matt. 14, 1 —12 — ,,Sendiboði konungsins frammi fyrir þessa heims konungi“. Sunnud. milli jóla og nýárs: Matt. 13, 55—58; 12, 46— 50 — ,,Jarðneskir ættmenn konungsins“. Lexíurnar allar á ársfjórðungi þeim, er hefst með að- ventu, hafa þann boðskap inni að halda, er sérstaklega bend- ir á frelsara vorn Jesúm sem konung — konung ríkis þess, sem ekki er af þessum heimi. ------------------- Vídalínssöfnuðr, Hallson-söfn. og Pétrssöfn. í Pembina Co., N.-Dak., kölluðu í vor sem leið séra Hans B. Thorgrím- sen til prestsþjónustu hjá sér frá Milwaukee, Wis., þar sem hann í seinni tíð hefir verið prestr norsk-lútersks safnaðar. Hann tók þeirri köllun og er nú fyrir skemmstu kominn til þeirra safnaða. Allir, sem honum eru kunnugir frá fyrri tíð, þá er hann var prestr að Mountain og kirkjufélag vort var að myndast, segja hann víst hjartanlega velkominn aftr á fornar stöðvar. í nafni kirkjufélagsins íslenzka brá séra N. Stein- grímr þorláksson sér suðr í prestakall hans hið nýja og heils- aði upp á hann nýkominn við opinbera guðsþjónustu í kirkju Vídalínssafnaðar sunnudaginn 10. þ. m. Drottinn blessi verk hans vor á meðal í framtíðinni! Hr Ólafr S. Þorgeirsson, 644 William Ave., Wirmipeg, er féhiröir ,,Sam.“ ,.EIj\tBElÐlN‘‘, eitt fjðlbreyttasta og skemmtilegasta tímaritið á ís- elnzku. Bitgjörðir, myndir, sögur, kvæði. Verð 40 cts. hvert hefti. Fæst hjá H. 8. Bardal, J. S. Bergmann o. fl. ,,ÍSAFOLD“, ’.ang-mesta blaöið á íslandi, kemr út tvisvar í viku allt árið; kostar í Ameríku $1.50. Halldór S, Bardal, 557 Elgin Ave., Winnipeg, er útsölumaðr, ,.VERDI LJÓS !“— hið kirkjulega mánaðarrit Jeirra séra Jóns Iielgasonar og Iiaralds Nielssonar í Reykjavík — til sölu í bókaverzlan Halldórs S. Bardal í Winnipeg og kostar 60 cts. ,,SAMEINI\iGIN“ kenir út mánaðarlega,l2 nr, á ári. Verð í Vestrheimi: $1.00 árg,; greiðist,fyrir fram. — Skrifstofa blaðsins: 704 Ross Ave., Winnipeg, Manitoba, Canada. —Utgáfunefnd: Jón Bjarnason (ritstjóri), Friðrik J. Bergmann, Ólafr S. porgeirsson, Björn B Jónsson og N. Stfingr'mr porláksson.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.