Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 7

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 7
135 veriö úr , ,parkínum“ til aö flytja okkr þangaö. paö eru bæöi skrautlegir og þægilegir vagnar, og ganga fjórir hestar fyrir hinum smærri, en sex hestar fyrir hinum stœrri. í smærri vögnunum aka átta manns saman, en í hinum tólf. Tafar- laust var lagt á staö frá Cinnabar og ekið átta mílur. þá er maðr kominn áfyrsta áfangastaöinn í ,,parkinum“—Mammoth Hot Springs. þar er hótel, og snæddum við þar dögurö. Eg veit, að mörgum er forvitni á aö heyra eitthvað um Yellowstone Park; og vildi eg feginn geta lýst því landi, en þaö er helzt ómögulegt að lýsa því, allra sízt í stuttu máli. Eg skal að eins minnast á örfátt af ótal-mörgu, sem segja mætti um þetta undraland. Yellowstone Park liggr í norðvestrhorninu áríkinu Wyom- ing aö mestu, en yztu jaðrar þesss ná þó bæöi inn í Mont- ana og Idaho. Vegalengd þangað frá St. Paul er rétt um 1,000 mílur. Landspilda þessi er 62 mílur á lengd frá norðri til suörs og 54 mílur á breidd frá austri til vestrs. þaö nær yfir 3,412 ferhyrningsmílur. Meö sérstakxá löggjöf kongress- ins 1872 var land þetta urn aldr og æfi gjört aö ríkiseign, og er þaö algjörlega undir stjórn þingsins, sem árlega leggr fram mikla peninga-upphæö til vegagjörðar og hirðingar á því. Allt áriö um kring eru þar flokkar hermanna, sem líta eftir aö ekkert sé þar skemmt, né skotin dýrin þar. Að eins fjóra sumarmánuðina er ,,parkinn“ opinn fyrir ferðafólk. Ferðin um Yellowstone Park tekr sex daga, ef farið er eftir hinni venjulegu fei'ðaáætlan. Vilji maðr haga feröum sínum öðruvísi og vera lengr, borgar maör átta dollara fyrir hvern dag, sem um fram er. En þessir sex dagar nœgja til að sjá allt hið helzta, ef maðr notar vel tímann. Alls ekr maðr í ,,parkinum“ 152 mílur. Vegrinn, sem stjórnin hefir látið gjöra þar, er sannkallað stórvirki. Hann liggr æ hærra eftir því, sem sunnar dregr, þar til kornið er um 10,000 fet yfir sjávarmál. Sumsstaðar er vegrinn höggvinn inn í kletta og ekið eftir fárra feta breiðum stöllum; er þá stundum ann- ars vegar himinhátt hamraberg, en hins vegar hyldýpis gjá. En þó sumum þ}Ti stundum nóg um, er þetta þó engin sérleg glæfraför, og ökumaðrinn stýrir hestunum af mikilli list.

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.