Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 12

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 12
140 fullkomlega. Kvöldið kom og læddist gegn um furuskóginn í kringum oss. Eg gekk hœgt og varlega út á klöpp—hún var ýmist blóðrauð eða ljósrauð—, og horfði niðr í dýpsta dýpið. Ognú veit eg, hvað það er að sitja krýndr uppi í dýrð sólsetrsins".—Lang-frumlegust er þó hugsanin hjá gamla dr. Talmage, er honum datt í hug, þegar hann horfði yfir gjána. Hann segir: ,,Hvílíkr salr þetta væri til að halda í hinn síðasta allsherjar dóm! Sjáið þennan hamramma foss og regnbogana við fœtr hans! þegar þetta volduga vatnsfall svo stöðvaðist og storknaði í umbrotum hins mikla dags, hví- líkr staðr væri það þá fyrir hinar skínandi fœtr dómara lifenda og dauðra að standa á, og kasta svo regnbogunum eins og kórónum að fótum hans! A botni þessarar stóru gjár er pallr, sem allar þjóðir heimsins gæti staðið á, en herskarar himinsins gæti setið á hinum ótal-mörgu veggloftum hringinn í kring í gjánni! Og hversu básúna höfuðengilsins myndi bergmála um öll þessi skörð, hella og hæðir! Hví skyldi ekki dagrinn mesti, sem heimrinn nokkurn tíma sér, útlíða í hinu stórkostlegasta útsýni, sem almættið hefir skapað?“ Engar samanhangandi hugsanir á eg sjálfr frá því eg stóð þarna á ,,Inspiration Point“. Eg sat þar lengi aleinn—og í rauninni þarf maðr að vera aleinn til þess að geta fullkomlega notið slíkrar stundar. Eg man það eitt, að heilög lotning var í hjarta rnínu og eg kenndi ómótstœðilegrar löngunar til að biðja guð. Mér fannst hann þá vera svo nærri mér. Eg man það líka, að eg hafði upp orð Jónasar Hallgrímssonar: ,,Drottins hönd þeim vörnum veldr. Vittu, barn, sú 'nönd er sterk. Gat ei nema guð og eldr gjört svo dýrðlegt furðuverk. “ Eg þori nú ekki að taka upp meira rúm til að lýsa Yellowstone Park. Óhætt held eg mér sé að fullyrða það, að enginn, sem þangað ferðast, sjái eftir því. Viðrgjörningr allr er hinn bezti á hótelunutn í ,,parkinum“. A kvöldin er þar skemmt með söng og hljóðfœraslætti, svo ekki þarf manni að leiðast þær stundirnar, sem maðr ekki er að skoða sig um. Ekkert get eg hugsað mér meir hressanda og lífganda fyrir

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.