Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 15

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 15
í43 Séra Björn B. Jónsson er eins og rnenn vita einn af þeínl mönnum, sem í kirkjufélagsins nafni annast um útgáfu ,,Sameiningarinnar“. En einnig á annan hátt er hann ná- knýttr viS blað vort. Hann hefir í seinni tíS ritað mikið fyrir ,, Sam. ‘ ‘, margar ágætar greinir um eitt hinna merkilegustu °g þýðingarmestu ágreiningsmála, sem nú eru uppi í kristn- inni, — málið um biblíu-kritíkina. Fyrir það erum vér hon- um hjartanlega þakklátir og væntanlega allr þorri lesenda vorra. Hann ætlar ekki að hætta að styðja blaðið á þann hátt. það geta allir séð á því, að nú einmitt í þessu nr.i ,,Sam. “ kernr frá honum löng og góð grein, fyrri hluti rit- gjörðar út af ferð þeirri, er hann fyrir skemmstu fór í missí- ónar-erindum vestr að Kyrrahafi. þessi þáttr ritgjörðar hans, sem nú birtist — um náttúru-undrin óviðjafnanlegu í Yellow- stone Park, verðr víst almennt lesinn af fólki með mestu ánœgju. það að séra Björn þvert á móti tilætlan vorri losn- aði við ritstjórn ,,Kennarans“ verðr að því leyti til góðs, að hann fær nú meiri tíma en áðr til þess að rita fyrir ,,Sam. “ Vér tökum þetta fram að nokkru leyti fyrir þá sök, að vér höfum komizt að því, að sumir góðir safnaðarmenn innan kirkjufélagsins hafa lent í þeim misskilningi, að ráðstöfun sú, sem gjörð hefir verið fyrir útgáfu ,,Kennarans“ framvegis, sé að óvilja séra Björns. En af þeim misskilningi hefir það leitt, að stöku áskrifendr ,,Sam. “, sem nú eru, hafa haft um orð að segja því blaði upp, að líkindum gangandi að því sem vísu, að „Kennar- ^^“32^^0 0654^ og að ,,Sam. “ væri völd að dauða hans. Nei—,,Kennarinn“ á ekki að deyja. En þessi misskilningr út af fyrirhuguðum vistaskiftum hans þarf endilega að deyja út, og fyrir skýringar þær á málinu, sem nú eru lagðar fram fyrir lesendr vora, á sá misskilningr að geta dáið út, og mun engum þykja vænna um að sú verði reyndin en einmitt séra Birni. Aframhaldið af sunnuðagssskóla-lexíum þeim, sem ,,Kenn- arinn“ að undanförnu hefir haft meðferðis, er þetta fram að nýári:

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.