Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 4

Sameiningin - 01.11.1901, Blaðsíða 4
132 kð búast, að heimrinn nú—á þessari skynsemdar-öld—kannist við það, að kristna trúin sé sannleikrinn. En sjái hann þessi inerki, þá fer hann eðlilega að hugsa sig um, fer að bera lotning fyrir kristnum mönnum og þar með þá einnig smá- saman, jafnvel áðr en hann veit af, fyrir trúnni þeirra, guðs orði, kristindóminum. Hinn heiðni heimr rómverska ríkisins beygði sig fyrir kristninni forðum fremr öllu öðru fyrir þá sök, að lífi kirkjulýðsins, lærisveina Jesú, stakk svo algjörlega í stúf við líf alls annars fólks. Menntamennirnir á þeirri tíð töldu það, sem þeir heyrðu af kristnum trúarlærdómum, heimsku og óvit; en er þeir litu hið hreina og heilaga líf fólks- ins, sem bar fyrir sig nafn frelsarans, þá undruðust þeir og leiddust svo nærri því ósjálfrátt æ fleirri og fleiri til þeirrar sannfœringar, að innihald kristinnar trúar hlyti að vera guð- legs uppruna, djúpr og órannsakanlegr leyndardómr að vísu, en þóhineinaalsannalífsspeki, hinnguðlegisannleikr sáluhjálp- arinnar. það, sem fremr öllu öðru dregr úr árangri kristni- boðsins í heiminum á vorri tíð, er það, að heiðingjarnir sjá svo langt um of lítið af heilögu lífi hjá almenningi innan kirkj- unnar. Og ein aðal-orsök þess, að svo margir Islendingar hér berast fyrir trúlausir utan safnaða vorra, er vissulega einn- ig sú, að þegar þeir líta inn í þá söfnuði, þá sjá þeir þar svo fáa kristindómsávexti í lífinu. A þetta var hvað eftir annað skýrt bent á samtalsfundunum út af helganinni. Fjallrœða Jesú öll heyrir því máli beinlínis til, og var þá einnig á það minnzt, að í þeim mikla og dýrðlega boðskap gjörir Jesús grein fyrir því, hvað hann með tilliti til lífernisins heimtar af öllum.sem eigi að geta orðið hans lærisveinar, aðhvaða lífern- iskröfum allir verði að ganga til þess að þeir fái komizt inn í guðs ríki. Trúarlærdómrinn kristilegi er þar ekki. Jesús op- inberar hann smásaman eftir það. Og fyrir þá opinberan urðu lærisveinar hans móttœkilegir eftir því sem þeir betr og betr lifðu sig inn í siðalærdóms-boðskap fjallrœðunnar. þann- ig var það þá. Og þannig er það enn. Trúin á leyndar- dóma fagnaðarboðskaparins um Jesúm Krist vex í sálum læri- sveina hans að sama skapi sem þeir betr leggja stund á vand- að, óeigingjarnt, hreint, heilagt líf. En hún visnar upp, sú

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.