Sameiningin

Volume

Sameiningin - 01.11.1901, Page 14

Sameiningin - 01.11.1901, Page 14
haldiö áfram hér í Winnipeg í sambandi viö ,,Sameininguna“. þau tvö blöð renna þó ekki saman í eitt, að minnsta kosti ekki fyrst um sinn, hvaö sem seinna kann að verða. En þau verða send út sameiginlega og seld bæði í einu fyrir sama verð sem áðr hefir verið borgað fyrir ,,Sameininguna“ eina. Stœrð ,,Kennarans“ verðr þó hér eftir minni en áðr, —hvert nr. hálf örk eða 8 bls. Sökum fjarlægðar frá staðnum, þar sem ,,Kennarinn“ verðr út gefinn framvegis, treysti séra Björn sér ekki með neinu móti að hafa ritstjórn þess blaðs á hendi lengr. I hans stað tekr séra N. Steingrímr þorláksson það verk að sér. ,, Kennaranum “ verðr hér eftir eins og áðr haldið úti í nafni kirkjufélags vors kristindómsfrœðslu barna og unglinga til stuðnings og sérstaklega verki því, sein verið er að vinna í sunnudagsskólunum. Sunnudagsskóla- lexíur verða því framvegis skýrðar þar. Og mun ritstjórinn gjöra sér far um að vanda þær skýringar sem bezt hann getr eftir föngum. En sökum þess að ráðstöfun þessi, framtíð ,,Kennarans“ viðvíkjandi, varð ekki gjörð fyrr en svo seint—-um mánuð þennan miðjan—, getr það blað nú ekki komið út fyrr en í Desember. En þá fylgir það væntanlega með ,,Sam. “ og kemr með lexíur fyrir sunnudagsskólana frá nýári. Séra Steingrímr býst við að fara þar eftir einni af lexíuröðum þeim, sem General Council-menn hafa útvalið í sunnudagsskóla- ritum sínum, og það einmitt þeirri lexíuröð, sem stöðugt heúr að undanförnu verið farið eftir af séra Birni í,, Kennaranum “. Vér vonum, að núverandi áskrifendr ,,Sameiningarinnar“ kunni að meta það, að hér eftir fá þeir ,,Kennarann“ algjör- lega ókeypis, og sýni þá líka þakklæti sitt verklega með því að borga blað vort greiðlega, en einnig með því að útvega því nýja kaupendr. Vér vonum og, að þeir allir, sem að undanförnu hafa keypt og notað ,, Kennarann ‘ ‘, finni til þess, að þeir þurfa enn á hjálp hans að halda við sunnudagsskóla- kennsluna og aðra kristindómsfrœðslu barna, og gjörist svo kaupendr ,,Sam. “, þótt ekki hafþ þeir verið það áðr. Allir slíkir snúi sér í því efni til hr. Ólafs S. þorgeirssonar (P. O. Box 689, Winnipeg, Man., Canada), sem er einn í útgáfu- pefnd blaðs vors og féhirðir þess.

x

Sameiningin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.