Sameiningin

Árgangur

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 11

Sameiningin - 01.08.1902, Blaðsíða 11
9i Það hefír fundi (þing) annað hvort ár, og sœkja þau þing full- trúar félaga þeirra í ýmsum áttum, sem tilheyra því. Þar eru borin fram hin sameiginlegu mál unglingafélaganna, rœð- ur fluttar og fyrirlestrar haldnir af mörgum merkustu mönnum kirkju vorrar hér í landi, til uppbyggingar og uppörvunar fyrir unga og gamla. Félagskapr þessi fer vaxandi ár frá ári. Enda þótt hann sé enn í barndómi, er talið víst, af þeim, sem málinu eru kunnugastir, að meðlimatala bandalaganna muni nema nálægt sjötíu þúsundum. Þeir 175 bandalagsmeðlimir, sem þingið sóttu, komu frá öllum landsins fjórðungum. Þeir komu frá NewYork, Tenne- see, Nebraska og Dakota, og mörgum öðrum ríkjum. Þar voru Þjóðverjar, Svíar, Norðmenn, Danir og fleiri þjóða menn og konur; jafnvel Islendingar voru með, enda þótt þeir hefði engan fulltrúa, sem mœtti fyrir þeirra hönd. Eg vona samt, að þess verði ekki langt að bíða, að hin sameinuðu ís- lenzku bandalög vor gefi sitt samþykki til þess að samlagast brœðrum sínum í þessum góða félagskap. Bandalag vort hið íslenzka gæti fengið inngöngu í allsherjar bandalagið, sem District eða Central League, með því að gjalda $3.00 tillag til þess árlega. Eg hefi umboð frá forseta félagsins, Wm. Stoever (í Philadelphia) til að bjóða hinni ísl. deild vorri að sameinast L. L. of Am. Vér eigum þessu félagi að nokkru leyti tilveru bandalaga vorra að þakka, og ættum vér því ekki að hafna þessu boði. Eg er hjartanlega sannfœrðr um, að vér myndum hafa mikið gott af að komast í nánara samband við félagsbrœðr vora í þessum félagskap, eins og öðrum. Að undanförnu hefir áherzla ætíð verið lögð á sérstakt efni á hverju þingi. Einkunnarorð fyrsta þingsins var: Loyalty (trúmennska við kirkju vora). Annað árið var það: Labor (vinna); og þriðja árið: Literature (bókmenntir).— Orðtœkið, sem eins og rauðr þráðr gekk í gegn um allar gjörðir þingsins í ár, var: Pray and Wotk (biðjið og starfið). Einn af rœðumönnunum, dr. Whittaker, komst svo að orði: ,,Our prayers must be worked out, and our works must be prayed out“, þ. e.: Vér verðum að framfylgja bœn vorri með vinnu og vinnu vorri með bœn. Allir, sem á þinginu

x

Sameiningin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sameiningin
https://timarit.is/publication/673

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.